Börn og svefn sigga dögg skrifar 2. febrúar 2015 11:00 Vísir/Getty Svefn er öllum mikilvægur hluti af hverjum degi. Það á sérstaklega við um börn þar semnýleg rannsókn sýnir að óreglulegur svefntími barns um 3 ára aldurinn getur haft áhrif á vitsmunalega þroska og getu seinna meir. Börn sem voru með óreglulegan svefntíma þegar þau voru 3 ára stóðu sig verr í reikningi, lestri og í verkefnum sem mátu rýmisgreind. Það getur því skipt sköpum að skapa rútínu í kringum svefn barna og reyna hafa hann á svipuðum tíma á hverjum einasta degi. Hér skiptir samræmi í háttatíma máli en ekki endilega gæði svefns eða lengd hans. Þá hafa aðrar rannsóknir leitt í ljós að svefntruflanir geta haft áhrif á hegðunarvandamál síðar á lífsleiðinni auk þróun málþroska. Það getur tekið nokkra daga að koma nýrri rútínu á og það getur kostað grátur og gnístan tanna en það er mikilvægt fyrir foreldra og sérstaklega barnið. Ef þig vantar aðstoð við svefninn þá getur þú leitað til svefnráðgjafans Örnu Skúladóttur sem gaf út bókina Draumalandið. Heilsa Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið
Svefn er öllum mikilvægur hluti af hverjum degi. Það á sérstaklega við um börn þar semnýleg rannsókn sýnir að óreglulegur svefntími barns um 3 ára aldurinn getur haft áhrif á vitsmunalega þroska og getu seinna meir. Börn sem voru með óreglulegan svefntíma þegar þau voru 3 ára stóðu sig verr í reikningi, lestri og í verkefnum sem mátu rýmisgreind. Það getur því skipt sköpum að skapa rútínu í kringum svefn barna og reyna hafa hann á svipuðum tíma á hverjum einasta degi. Hér skiptir samræmi í háttatíma máli en ekki endilega gæði svefns eða lengd hans. Þá hafa aðrar rannsóknir leitt í ljós að svefntruflanir geta haft áhrif á hegðunarvandamál síðar á lífsleiðinni auk þróun málþroska. Það getur tekið nokkra daga að koma nýrri rútínu á og það getur kostað grátur og gnístan tanna en það er mikilvægt fyrir foreldra og sérstaklega barnið. Ef þig vantar aðstoð við svefninn þá getur þú leitað til svefnráðgjafans Örnu Skúladóttur sem gaf út bókina Draumalandið.
Heilsa Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið