Hvorki Sigríður Björk né Gísli Freyr hafa sent Persónuvernd tölvupóstinn Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 11:59 Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk. Vísir Hvorki Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, né Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hafa orðið við beiðni Persónuverndar um að afhenda tölvupóst sem Sigríður Björk, þá lögreglustjóri á Suðurnesjunum, sendi Gísla þann 20. nóvember árið 2013 og innihélt greinagerð um hælisleitandann Tony Omos. Það er Kjarninn sem greinir frá en þar kemur fram að umræddur póstur finnist hvorki í innanríkisráðuneytinu né hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Það var í nóvember sem Persónuvernd óskaði eftir skýringum á sendingu Sigríðar Bjarkar á greinagerðinni um Tony Omos til Gísla Freys. Kjarninn segir að þegar þau svör fengust frá ráðuneytinu og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjunum að umræddur tölvupóstur hefði ekki fundist þá óskaði Persónuvernd eftir því að Sigríður Björk og Gísli Freyr myndu afhenda þennan póst. Frestur Sigríðar Bjarkar rann út í dag en frestur Gísla rennur út á morgun. Kjarninn segir þennan póst vera lykilgagn í rannsókn Persónuverndar í samskiptum Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys vegna lekamálsins. Ef pósturinn finnst og Persónuvernd fær hann afhentann þá staðfestir það að Sigríður Björk sendi Gísla Frey greinagerðina daginn eftir að Gísli Freyr lak upplýsingum um Tony Omos í fjölmiðla. Lekamálið Tengdar fréttir Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu. 24. nóvember 2014 07:00 Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05 Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands. 26. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Hvorki Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, né Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hafa orðið við beiðni Persónuverndar um að afhenda tölvupóst sem Sigríður Björk, þá lögreglustjóri á Suðurnesjunum, sendi Gísla þann 20. nóvember árið 2013 og innihélt greinagerð um hælisleitandann Tony Omos. Það er Kjarninn sem greinir frá en þar kemur fram að umræddur póstur finnist hvorki í innanríkisráðuneytinu né hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Það var í nóvember sem Persónuvernd óskaði eftir skýringum á sendingu Sigríðar Bjarkar á greinagerðinni um Tony Omos til Gísla Freys. Kjarninn segir að þegar þau svör fengust frá ráðuneytinu og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjunum að umræddur tölvupóstur hefði ekki fundist þá óskaði Persónuvernd eftir því að Sigríður Björk og Gísli Freyr myndu afhenda þennan póst. Frestur Sigríðar Bjarkar rann út í dag en frestur Gísla rennur út á morgun. Kjarninn segir þennan póst vera lykilgagn í rannsókn Persónuverndar í samskiptum Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys vegna lekamálsins. Ef pósturinn finnst og Persónuvernd fær hann afhentann þá staðfestir það að Sigríður Björk sendi Gísla Frey greinagerðina daginn eftir að Gísli Freyr lak upplýsingum um Tony Omos í fjölmiðla.
Lekamálið Tengdar fréttir Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu. 24. nóvember 2014 07:00 Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05 Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands. 26. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu. 24. nóvember 2014 07:00
Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05
Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands. 26. nóvember 2014 07:00