Frammistaða Thelmu úr Ísland Got Talent lofuð í grænlenskum miðlum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. janúar 2015 15:38 Frammistaða Thelmu Kajsdóttur, sem sló í gegn í Ísland Got Talent í gærkvöldi, var lofuð í grænlenskum miðlum í dag. „Þetta var frábært. Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu," segir Thelma í samtali við miðlilinn Sermitsiaq og bætir við: „Ég ákvað að taka þátt til þess að yfirstíga sviðskrekkinn."Sjá einnig: Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn Hún segist hafa tekið þátt í Ísland Got Talent til þess að reyna að ná lengra í tónlist, en þessi nítján ára kona stefnir á frama á því sviði. Umfjöllin Sermitsiaq kemur fram að Thelma er dóttir Eddu og Kaj Lyberth, en Kaj er þekktur tónlistamaður á Grænlandi.Hér má sjá skjáskot úr grænslenska miðlinum Sermitsiaq.Heillaði áhorfendur og dómara Dómarar og áhorfendur í Ísland Got Talent kolféllu fyrir grænlensku söngkonunnu Thelmu Kajsdóttur, sem söng einstaklega fallegt grænlenskt lag í þættinum í kvöld. „Ég er eiginlega skotin í þér," sagði Selma Björnsdóttir, sem er nýr dómari í þáttunum. Selma gapti þegar Thelma fór í hærri nóturnar. Þegar myndavélinni var beint að áhorfendum virtist sem einhverjir áhorfendur hefðu tárast.Gaman að syngja á grænlensku Thelma segir það hafa verið gaman að syngja á grænlensku fyrir íslenska áhorfendur. „Það var svolítið sérstakt, því þau skilja ekki hvað ég var að syngja um. En það var gaman að koma fram fyrir þjóðina sína. Ég er afar stolt af því." Textinn í laginu sem Thelma söng fjallaði um ástarsorg, hvernig það er að sleppa takinu af einhverjum sem maður elskar, þegar ljóst er að sambandinu verður ekki bjargað.Grænlenska þjóðin að kjósa Í fréttinni kemur einnig fram að vinkona Thelmu fékk hugmyndina að því að hún kæmi hingað til lands og tæki þátt í keppninni. Frammistaða Thelmu vakti athygli strax í gærkvöldi og var fjöldi Grænlendinga mættur í athugasemdakerfið við fréttina um frammistöðu Thelmu. Í frétt Sermitsiaq er grænlenska þjóðin minnt á að hún má kjósa Thelmu áfram á seinni stigum keppninnar.Thelma Kajsdóttir söng af mikilli innlifun í gær. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn Thelma Kajsdóttir flaug til Íslands til að koma fram í Ísland Got Talent og talaði dönsku við dómarana. 25. janúar 2015 20:28 Fékk annan séns og náði í gullhnappinn Bubbi Morthens var fyrstur dómaranna í Ísland Got Talent til að ýta á gullhnappinn, eftir að hafa gjörbreytt atriði nítján ára pilts. 25. janúar 2015 21:21 Leigubílstjóri blikkaði Þorgerði Katrínu og söng djúpri röddu Fyrrum menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagðist vera veik fyrir djúpum röddum. 25. janúar 2015 21:00 Veldu besta augnablikið: Candilicious, húfuspinn og blikkarinn Áhorfendum er boðið að taka þátt í skemmtilegum leik, þar sem þeir geta unnið LG sjónvarp frá sjónvarpsmiðstöðinni að andvirði 600 þúsund eða 250 þúsund króna inneign frá Íslandsbanka. 25. janúar 2015 21:44 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Frammistaða Thelmu Kajsdóttur, sem sló í gegn í Ísland Got Talent í gærkvöldi, var lofuð í grænlenskum miðlum í dag. „Þetta var frábært. Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu," segir Thelma í samtali við miðlilinn Sermitsiaq og bætir við: „Ég ákvað að taka þátt til þess að yfirstíga sviðskrekkinn."Sjá einnig: Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn Hún segist hafa tekið þátt í Ísland Got Talent til þess að reyna að ná lengra í tónlist, en þessi nítján ára kona stefnir á frama á því sviði. Umfjöllin Sermitsiaq kemur fram að Thelma er dóttir Eddu og Kaj Lyberth, en Kaj er þekktur tónlistamaður á Grænlandi.Hér má sjá skjáskot úr grænslenska miðlinum Sermitsiaq.Heillaði áhorfendur og dómara Dómarar og áhorfendur í Ísland Got Talent kolféllu fyrir grænlensku söngkonunnu Thelmu Kajsdóttur, sem söng einstaklega fallegt grænlenskt lag í þættinum í kvöld. „Ég er eiginlega skotin í þér," sagði Selma Björnsdóttir, sem er nýr dómari í þáttunum. Selma gapti þegar Thelma fór í hærri nóturnar. Þegar myndavélinni var beint að áhorfendum virtist sem einhverjir áhorfendur hefðu tárast.Gaman að syngja á grænlensku Thelma segir það hafa verið gaman að syngja á grænlensku fyrir íslenska áhorfendur. „Það var svolítið sérstakt, því þau skilja ekki hvað ég var að syngja um. En það var gaman að koma fram fyrir þjóðina sína. Ég er afar stolt af því." Textinn í laginu sem Thelma söng fjallaði um ástarsorg, hvernig það er að sleppa takinu af einhverjum sem maður elskar, þegar ljóst er að sambandinu verður ekki bjargað.Grænlenska þjóðin að kjósa Í fréttinni kemur einnig fram að vinkona Thelmu fékk hugmyndina að því að hún kæmi hingað til lands og tæki þátt í keppninni. Frammistaða Thelmu vakti athygli strax í gærkvöldi og var fjöldi Grænlendinga mættur í athugasemdakerfið við fréttina um frammistöðu Thelmu. Í frétt Sermitsiaq er grænlenska þjóðin minnt á að hún má kjósa Thelmu áfram á seinni stigum keppninnar.Thelma Kajsdóttir söng af mikilli innlifun í gær.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn Thelma Kajsdóttir flaug til Íslands til að koma fram í Ísland Got Talent og talaði dönsku við dómarana. 25. janúar 2015 20:28 Fékk annan séns og náði í gullhnappinn Bubbi Morthens var fyrstur dómaranna í Ísland Got Talent til að ýta á gullhnappinn, eftir að hafa gjörbreytt atriði nítján ára pilts. 25. janúar 2015 21:21 Leigubílstjóri blikkaði Þorgerði Katrínu og söng djúpri röddu Fyrrum menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagðist vera veik fyrir djúpum röddum. 25. janúar 2015 21:00 Veldu besta augnablikið: Candilicious, húfuspinn og blikkarinn Áhorfendum er boðið að taka þátt í skemmtilegum leik, þar sem þeir geta unnið LG sjónvarp frá sjónvarpsmiðstöðinni að andvirði 600 þúsund eða 250 þúsund króna inneign frá Íslandsbanka. 25. janúar 2015 21:44 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn Thelma Kajsdóttir flaug til Íslands til að koma fram í Ísland Got Talent og talaði dönsku við dómarana. 25. janúar 2015 20:28
Fékk annan séns og náði í gullhnappinn Bubbi Morthens var fyrstur dómaranna í Ísland Got Talent til að ýta á gullhnappinn, eftir að hafa gjörbreytt atriði nítján ára pilts. 25. janúar 2015 21:21
Leigubílstjóri blikkaði Þorgerði Katrínu og söng djúpri röddu Fyrrum menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagðist vera veik fyrir djúpum röddum. 25. janúar 2015 21:00
Veldu besta augnablikið: Candilicious, húfuspinn og blikkarinn Áhorfendum er boðið að taka þátt í skemmtilegum leik, þar sem þeir geta unnið LG sjónvarp frá sjónvarpsmiðstöðinni að andvirði 600 þúsund eða 250 þúsund króna inneign frá Íslandsbanka. 25. janúar 2015 21:44
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“