Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2015 19:27 Tryggvi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. vísir Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn á lekamálinu stóð, fari ekki fram. Þá verði umboðsmaður að geta treyst því að embættismenn segi honum satt þegar hann beini til þeirra spurningum. Umboðsmaður Alþingis gaf út ítarlegt álit sitt á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lekamálið í dag. Þá mætti hann á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun til að fara yfir niðurstöðurnar. Á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun kom fram að alvarleiki málsins varð umboðsmanni ljós þegar samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu lágu fyrir. Í máli Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns kom fram að innanríkisráðherra hefði í tvígang gefið honum ófullnægjandi svör og ekki gert hreint fyrir sínum dyrum fyrr en í bréfi til umboðsmanns hinn 8. janúar, þar sem hún viðurkenndi að samskipti hennar við lögreglustjóra hefðu ekki að öllu leyti verið réttmæt.Baðst afsökunar „Og að mér viðstöddum þá baðst fyrrverandi innanríkisráðherra afsökunar á framgöngu sinni í þeim og þeim samskiptum sem þarna áttu sér stað,“ segir Tryggvi. Þá skoðaði umboðsmaður samskipti aðstoðarmanna ráðherra við lögreglustjóra og kemst að þeirri niðurstöðu að skerpa þurfi á þeim reglum svo starfsmenn stofnana og almenningur þekki hlutverk þeirra. Þá þurfi að skerpa á síðareglum ráðherra almennt. „Voru þær settar með rétum hætti? Það var niðurstaða umboðsmanns að svo hafi ekki verið í þeesu tilviki, að því er varðar þá ríkisstjórn sem fyrrverandi innanríkisráðhera sat,“ segir umboðsmaður.Brotalamir á skráningu Þá séu miklar brotalamir í skráningu funda ráðherra, sérstaklega þegar hann fundar einn með aðilum utan ráðuneytisins.Umfjöllun fjölmiðla varð til þess að umboðsmaður hóf sína eftirgrennslan með því að kalla lögreglustjóra á sinn fund. „Og ég áttaði mig þá strax á því að þarna hefðu átt sér stað samskipti sem ég alla vega hef alveg frá upphafi litið svo á að hafi verið afskaplega alvarleg út frá því eftirlitshlutverki sem umboðsmaður hefur með höndum,“ segir Tryggvi. Þróunin í vestrænum samfélögum undanfarna áratugi hafi verið í þá átt að aðskilja hið pólitíska vald frá rannsókn mála. „Og þar af leiðandi að almenningur og við borgararnir megum treysta því að rannsókn lögreglunnar miði eingöngu að þvi að afla nauðsynlegra og réttra upplýsinga til þess að hægt sé að taka afstöðu um saksókn,“ segir Tryggvi. Mikilvægt sé að þeir sem vinni að rannsókn mála geti gert það sjálfstætt og hlutlægt án áhrifa annarra stjórnvalda. „Og ég tala nú ekki um ef að viðkomandi hefur einhverja þá aðild eða einhverja þá stöðu og tengslvið viðkomandi mál sem ekki verða talin samrímanleg þessu,“ segir Tryggvi. Lögreglustjórinn hafi að beiðni ríkissaksóknara verið að skoða kærur um meint trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu og lögreglan hafi unnið sitt verk og því hafi kerfið að því leyti ekki brugðist. „Það sem ég er að skoða er hins vegar alveg tiltekinn afmarkaður þáttur sem ég tel að sé mjög mikilvægur út frá því eftirlitshlutverki sem ég hef með höndum og út frá sjónarhorni okkar almennings að sé í lagi. Við eigum semsagt að geta treyst þvi að svona samskipti fari ekki fram,“ sagði Tryggvi Gunnarsson á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Lekamálið Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02 Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47 Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn á lekamálinu stóð, fari ekki fram. Þá verði umboðsmaður að geta treyst því að embættismenn segi honum satt þegar hann beini til þeirra spurningum. Umboðsmaður Alþingis gaf út ítarlegt álit sitt á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lekamálið í dag. Þá mætti hann á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun til að fara yfir niðurstöðurnar. Á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun kom fram að alvarleiki málsins varð umboðsmanni ljós þegar samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu lágu fyrir. Í máli Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns kom fram að innanríkisráðherra hefði í tvígang gefið honum ófullnægjandi svör og ekki gert hreint fyrir sínum dyrum fyrr en í bréfi til umboðsmanns hinn 8. janúar, þar sem hún viðurkenndi að samskipti hennar við lögreglustjóra hefðu ekki að öllu leyti verið réttmæt.Baðst afsökunar „Og að mér viðstöddum þá baðst fyrrverandi innanríkisráðherra afsökunar á framgöngu sinni í þeim og þeim samskiptum sem þarna áttu sér stað,“ segir Tryggvi. Þá skoðaði umboðsmaður samskipti aðstoðarmanna ráðherra við lögreglustjóra og kemst að þeirri niðurstöðu að skerpa þurfi á þeim reglum svo starfsmenn stofnana og almenningur þekki hlutverk þeirra. Þá þurfi að skerpa á síðareglum ráðherra almennt. „Voru þær settar með rétum hætti? Það var niðurstaða umboðsmanns að svo hafi ekki verið í þeesu tilviki, að því er varðar þá ríkisstjórn sem fyrrverandi innanríkisráðhera sat,“ segir umboðsmaður.Brotalamir á skráningu Þá séu miklar brotalamir í skráningu funda ráðherra, sérstaklega þegar hann fundar einn með aðilum utan ráðuneytisins.Umfjöllun fjölmiðla varð til þess að umboðsmaður hóf sína eftirgrennslan með því að kalla lögreglustjóra á sinn fund. „Og ég áttaði mig þá strax á því að þarna hefðu átt sér stað samskipti sem ég alla vega hef alveg frá upphafi litið svo á að hafi verið afskaplega alvarleg út frá því eftirlitshlutverki sem umboðsmaður hefur með höndum,“ segir Tryggvi. Þróunin í vestrænum samfélögum undanfarna áratugi hafi verið í þá átt að aðskilja hið pólitíska vald frá rannsókn mála. „Og þar af leiðandi að almenningur og við borgararnir megum treysta því að rannsókn lögreglunnar miði eingöngu að þvi að afla nauðsynlegra og réttra upplýsinga til þess að hægt sé að taka afstöðu um saksókn,“ segir Tryggvi. Mikilvægt sé að þeir sem vinni að rannsókn mála geti gert það sjálfstætt og hlutlægt án áhrifa annarra stjórnvalda. „Og ég tala nú ekki um ef að viðkomandi hefur einhverja þá aðild eða einhverja þá stöðu og tengslvið viðkomandi mál sem ekki verða talin samrímanleg þessu,“ segir Tryggvi. Lögreglustjórinn hafi að beiðni ríkissaksóknara verið að skoða kærur um meint trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu og lögreglan hafi unnið sitt verk og því hafi kerfið að því leyti ekki brugðist. „Það sem ég er að skoða er hins vegar alveg tiltekinn afmarkaður þáttur sem ég tel að sé mjög mikilvægur út frá því eftirlitshlutverki sem ég hef með höndum og út frá sjónarhorni okkar almennings að sé í lagi. Við eigum semsagt að geta treyst þvi að svona samskipti fari ekki fram,“ sagði Tryggvi Gunnarsson á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Lekamálið Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02 Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47 Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47
Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39
Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent