Meistaraverk Schevings falið bak við leikmynd Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2015 10:25 Menningarverðmætum er ekki sýndur mikill sómi, ef litið er til þess að eitt öndvegisverk íslenskrar listasögu má híma bak við leikmynd Gettu betur. Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin? Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin?
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira