Ráðist á kylfing á PGA-mótaröðinni 22. janúar 2015 18:00 Robert Allenby Facebook/Golfchannel Ástralski kylfingurinn Robert Allenby gerði ekki góða för til Hawaii í síðustu viku en honum mistókst að ná niðurskurðinum í Sony Open og þurfti því að sitja hjá yfir helgina. Það átti eftir að hafa afar leiðinlegar afleiðingar í för með sér fyrir Allenby, sem skellti sér í kjölfarið á krá í Honululu þar sem honum var rænt, eignum hans stolið og hann laminn ítrekað í andlitið. Allenby skýrði frá atvikinu, sem hann sjálfur segist muna mjög takmarkað eftir, í sjónvarpsþætti í Ástralíu daginn eftir árásina en hann birti einnig meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sinni.„Þetta er eitthvað sem maður heldur að gerist bara í kvikmyndum,“ sagði Allenby í viðtalinu. „Ég sá ekki hverju þeir lömdu mig með en það var mjög sársaukafullt. Ég fór á klósettið og þegar að ég kom til baka þá réðust nokkrir menn á mig sem ég hafði aldrei séð áður. Ég man ekkert hvað gerðist eftir þetta nema þegar að ég vaknaði í almenningsgarði sem var fullur af heimilislausu fólki.“ Allenby hefur sigrað í fjórum mótum á PGA mótaröðinni og 22 atvinnumótum á ferlinum en síðasti sigur hans kom árið 2009 á ástralska PGA-meistaramótinu. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby gerði ekki góða för til Hawaii í síðustu viku en honum mistókst að ná niðurskurðinum í Sony Open og þurfti því að sitja hjá yfir helgina. Það átti eftir að hafa afar leiðinlegar afleiðingar í för með sér fyrir Allenby, sem skellti sér í kjölfarið á krá í Honululu þar sem honum var rænt, eignum hans stolið og hann laminn ítrekað í andlitið. Allenby skýrði frá atvikinu, sem hann sjálfur segist muna mjög takmarkað eftir, í sjónvarpsþætti í Ástralíu daginn eftir árásina en hann birti einnig meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sinni.„Þetta er eitthvað sem maður heldur að gerist bara í kvikmyndum,“ sagði Allenby í viðtalinu. „Ég sá ekki hverju þeir lömdu mig með en það var mjög sársaukafullt. Ég fór á klósettið og þegar að ég kom til baka þá réðust nokkrir menn á mig sem ég hafði aldrei séð áður. Ég man ekkert hvað gerðist eftir þetta nema þegar að ég vaknaði í almenningsgarði sem var fullur af heimilislausu fólki.“ Allenby hefur sigrað í fjórum mótum á PGA mótaröðinni og 22 atvinnumótum á ferlinum en síðasti sigur hans kom árið 2009 á ástralska PGA-meistaramótinu.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira