Notaðir bílar skiptu um hendur fyrir 17 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 10:43 Þessi Shelby Cobra fór á 670 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs. Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna. Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs. Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna. Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent