Tiger í tómu tjóni 30. janúar 2015 21:30 Þessi mynd af Tiger í dag segir allt sem segja þarf. Getty Undanfarin ár hefur umræðan um að Rory McIlroy sé að taka við af Tiger Woods sem stærsta nafnið í golfinu orðið mun háværari en dagurinn í dag gæti endað hana að fullu. McIlroy er að keppa á Dubai Desert Classic sem fram fer á Emirates vellinum en hann fór á kostum á öðrum hring í dag, fékk átta fugla og tíu pör og leiðir þetta sterka mót með einu höggi á heilum 14 höggum undir pari. Á meðan tók Tiger Woods slaginn á Phoenix Open á PGA-mótaröðinni þar sem hann hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 formlega. Eftir fyrsta hring í gær var hann mjög neðarlega á skortöflunni og ekki batnaði það á öðrum hring í dag en eftir níu holur var Woods heila átta yfir pari. Það var á köflum pínlegt að horfa á Woods sem hélt áfram að safna að sér skollum á seinni níu og eftir 18 langar holur voru höggin orðin 82 og Woods 13 höggum yfir pari í heildina. Það stóð hvorki steinn yfir steini í leik þessa sögufræga kylfings en það sem vakti sérstaka athygli var hversu lélegt stutta spilið var hjá honum, þá sérstaklega vippin. Hringur Woods í dag er hans versti á atvinnumannaferli hans sem spannar 19 ár en hann situr í síðasta sæti mótsins þegar þetta er skrifað. Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um að Rory McIlroy sé að taka við af Tiger Woods sem stærsta nafnið í golfinu orðið mun háværari en dagurinn í dag gæti endað hana að fullu. McIlroy er að keppa á Dubai Desert Classic sem fram fer á Emirates vellinum en hann fór á kostum á öðrum hring í dag, fékk átta fugla og tíu pör og leiðir þetta sterka mót með einu höggi á heilum 14 höggum undir pari. Á meðan tók Tiger Woods slaginn á Phoenix Open á PGA-mótaröðinni þar sem hann hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 formlega. Eftir fyrsta hring í gær var hann mjög neðarlega á skortöflunni og ekki batnaði það á öðrum hring í dag en eftir níu holur var Woods heila átta yfir pari. Það var á köflum pínlegt að horfa á Woods sem hélt áfram að safna að sér skollum á seinni níu og eftir 18 langar holur voru höggin orðin 82 og Woods 13 höggum yfir pari í heildina. Það stóð hvorki steinn yfir steini í leik þessa sögufræga kylfings en það sem vakti sérstaka athygli var hversu lélegt stutta spilið var hjá honum, þá sérstaklega vippin. Hringur Woods í dag er hans versti á atvinnumannaferli hans sem spannar 19 ár en hann situr í síðasta sæti mótsins þegar þetta er skrifað.
Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira