Tesla Model X í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 16:00 Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent
Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent