Það er jákvætt og hollt á allan hátt að taka þátt í hlaupahóp. Bæði er félagsskapurinn uppörvandi og þarna er saman kominn fólk á öllum aldrei með það sameiginlega markmið að bæta heilsuna. Hlaupahópar á Höfuðborgarsvæðinu eru óteljandi og jafnólíkir og þeir eru margir.
Í Kópavogi er hlaupahópur sem að kallar sig því kómíska nafni „Bíddu aðeins" og er hann fyrir jafn lengra sem styttra komna. Við hittum fyrir frísklega hlaupahópinn einn ískaldan laugardagsmorguninn og komumst að því hversu hressandi og hvetjandi það er að hlaupa saman í hóp.
