Ford framleiðir 400.000 bíla á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 10:36 Ford hefur flutt framleiðslu Mondeo frá Genk til Valencia. Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent
Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent