Mikið rekstrartap GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 09:18 Chevrolet Corvette, en Chevrolet tilheyrir General Motors. Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent
Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent