Tiger Woods hætti leik á fyrsta hring á Torrey Pines Kári Örn Hinriksson skrifar 5. febrúar 2015 23:52 Woods fékk far upp í klúbbhús eftir að hann hætti leik. Getty Vandræði Tiger Woods halda áfram en þessi fyrrum besti kylfingur heims dró sig úr leik eftir 11 holur á Farmers Insurance mótinu sem hófst í dag. Mikil pressa hefur verið á Woods undanfarið en um síðustu helgi lék hann versta hring sinn á ferlinum á TPC Scottsdale vellinum þar sem hann endaði í síðasta sæti á Phoenix Open. Woods var á tveimur höggum yfir pari á Torrey Pines vellinum þegar að hann hætti keppni og það leit út fyrir að hann myndi klára hringinn neðarlega á skortöflunni. Þetta er í þriðja sinn sem Woods hættir keppni í síðustu átta atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í en hann sagði við fréttamenn að hann hefði fundið fyrir verkjum í baki á ný. Woods tók sér langt frí frá golfi síðasta haust til þess að ná sér af bakmeiðslum sem hafa plagað hann lengi en samkvæmt þessu virðist hann enn ekki hafa náð sér. Næsta mót sem hann er skráður í er Honda Classic sem fer fram í enda febrúar en óvíst er með þátttöku hans þar. Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Vandræði Tiger Woods halda áfram en þessi fyrrum besti kylfingur heims dró sig úr leik eftir 11 holur á Farmers Insurance mótinu sem hófst í dag. Mikil pressa hefur verið á Woods undanfarið en um síðustu helgi lék hann versta hring sinn á ferlinum á TPC Scottsdale vellinum þar sem hann endaði í síðasta sæti á Phoenix Open. Woods var á tveimur höggum yfir pari á Torrey Pines vellinum þegar að hann hætti keppni og það leit út fyrir að hann myndi klára hringinn neðarlega á skortöflunni. Þetta er í þriðja sinn sem Woods hættir keppni í síðustu átta atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í en hann sagði við fréttamenn að hann hefði fundið fyrir verkjum í baki á ný. Woods tók sér langt frí frá golfi síðasta haust til þess að ná sér af bakmeiðslum sem hafa plagað hann lengi en samkvæmt þessu virðist hann enn ekki hafa náð sér. Næsta mót sem hann er skráður í er Honda Classic sem fer fram í enda febrúar en óvíst er með þátttöku hans þar.
Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira