Bílasala í Evrópu jókst um 7,1% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 16:05 Framúrstefnuleg bílageymsla Volkswagen í Wolfsburg. Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent