Renault kynnir Kadjar í sumar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:42 Renault Kadjar. Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent
Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent