Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2015 21:45 Haraldur Sigurðsson bendir í átt til Hrappseyjar, sem liggur undan Stykkishólmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni og einna líkast því sem er á tunglinu. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ í kvöld en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Eyjan Hrappsey er um fimm kílómetra utan við Stykkishólm og fræg fyrir prentsmiðju og bókaútgáfu en þar var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki kirkjubækur. Hrappsey blasir við frá heimili Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en í Stykkishólmi rekur hann eldfjallasafn þar sem einstakri jarðfræði Hrappseyjar er meðal annars gerð skil. Bergið kallast anortósít. „Það er mjög sjaldgæft á jörðinni en mjög þungt og sterkt og fallegt berg en mjög algengt á tunglinu afturámóti,“ segir Haraldur.Haraldur sýnir berg úr Hrappsey á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum Um land allt á Stöð 2 skýrir Haraldur hvernig Hrappsey myndaðist fyrir um tíu milljónum ára þegar þar var mjög stór eldstöð. Bergið í Hrappsey storknaði með samskonar hætti og þegar tunglið storknaði frá því að vera glóandi eldhnöttur. Tærir og glærir krystallar hafi byrjað að myndast í kvikunni. „Og þeir eru eðlisléttari en kvikan og fljóta upp í kvikunni og mynda lag ofan á kvikunni, eins og rjóminn ofan á undanrennu. Svo storknar það lag og þá verður þetta berg til. Þannig eru Hrappsey og tunglið að sumu leyti skyld.“ -Þannig að Hrappsey er einstök i íslenskri jarðsögu? „Hún er það. Það er enginn vafi.“ Haraldur telur að nær hefði verið að láta bandarísku Apollo geimfarana æfa sig í Hrappsey heldur en í Öskju á árunum 1965 og 1967 þegar þeir undirbjuggu sig fyrir tunglferðirnar. „Það hefði verið ágætt að þjálfa þá í Hrappsey. Þá hefðu þeir þekkt þetta berg. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að sjá, þegar þeir lentu.“Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heilsaði upp á Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum sumarið 1967. Tveimur árum síðar gekk Armstrong fyrstur manna á tunglinu.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri. Dalabyggð Geimurinn Um land allt Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni og einna líkast því sem er á tunglinu. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ í kvöld en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Eyjan Hrappsey er um fimm kílómetra utan við Stykkishólm og fræg fyrir prentsmiðju og bókaútgáfu en þar var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki kirkjubækur. Hrappsey blasir við frá heimili Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en í Stykkishólmi rekur hann eldfjallasafn þar sem einstakri jarðfræði Hrappseyjar er meðal annars gerð skil. Bergið kallast anortósít. „Það er mjög sjaldgæft á jörðinni en mjög þungt og sterkt og fallegt berg en mjög algengt á tunglinu afturámóti,“ segir Haraldur.Haraldur sýnir berg úr Hrappsey á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum Um land allt á Stöð 2 skýrir Haraldur hvernig Hrappsey myndaðist fyrir um tíu milljónum ára þegar þar var mjög stór eldstöð. Bergið í Hrappsey storknaði með samskonar hætti og þegar tunglið storknaði frá því að vera glóandi eldhnöttur. Tærir og glærir krystallar hafi byrjað að myndast í kvikunni. „Og þeir eru eðlisléttari en kvikan og fljóta upp í kvikunni og mynda lag ofan á kvikunni, eins og rjóminn ofan á undanrennu. Svo storknar það lag og þá verður þetta berg til. Þannig eru Hrappsey og tunglið að sumu leyti skyld.“ -Þannig að Hrappsey er einstök i íslenskri jarðsögu? „Hún er það. Það er enginn vafi.“ Haraldur telur að nær hefði verið að láta bandarísku Apollo geimfarana æfa sig í Hrappsey heldur en í Öskju á árunum 1965 og 1967 þegar þeir undirbjuggu sig fyrir tunglferðirnar. „Það hefði verið ágætt að þjálfa þá í Hrappsey. Þá hefðu þeir þekkt þetta berg. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að sjá, þegar þeir lentu.“Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heilsaði upp á Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum sumarið 1967. Tveimur árum síðar gekk Armstrong fyrstur manna á tunglinu.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.
Dalabyggð Geimurinn Um land allt Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent