Gulli byggir tilnefndur: "Meira en bara sjónvarpssmiður“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. febrúar 2015 18:00 Gunnlaugur Helgason „Þú ert í raun sá fyrsti sem hringir,“ segir Gunnlaugur Helgason, einnig þekktur sem Gulli byggir, húsasmíðameistari og dagskrárgerðarmaður. Þriðja sería þáttanna Gulli byggir hefur verið tilnefnd til Edduverðlauna sem besti þáttur í lífsstílsflokki. „Þetta er auðvitað stærsti flokkurinn og allt annað er bara upphitun fyrir hann,“ grínast hann með og hlær. „Ef ég segi þér alveg eins og er þá átti ég ekki von á þessu fyrst að fyrri tvær seríurnar voru ekki tilnefndar,“ segir Gulli. Hann bætir þó við að þessi sé öðruvísi að því leiti að lokaniðurstaða hvers viðfangsefnis fyrir sig hafi fengist í lok hvers þáttar í stað lokaþáttarins.Sjá einnig:Tilnefningar til Eddunnar 2015 Hann vill ekki gera upp á milli þáttaraðanna en segir þó sú nýjasta sé hraðari en þær sem á undan komu. Í upphafi hafi verið áætlað að þrír mánuðir færu í gerð þáttanna en þeir urðu á endanum níu talsins. „Það skilar sér í betra efni. Ég get alveg skilið hvers vegna ég var tilnefndur nú en ekki áður.“ „Við byrjuðum strax að tala um aðra seríu í kjölfar hinnar en útlit hennar veltur mikið á því hve mikinn tíma ég mun hafa,“ segir Gulli. Það sé ekki komið í ljós hvernig þáttaröðin muni verða eða hvenær hún verði tilbúin, það skýrist betur með tíð og tíma. Mögulega sé stefnt að því að hún komi strax í haust.Sjá einnig:Þarf klikkaðan mann eins og mig í eitthvað svona Þegar blaðamaður heyrði í Gulla var hann upptekinn við að henda rusli upp á kerru og fara með í Sorpu. „Það er eitt af því sem maður verður að gera þegar maður er í þessu. Ég hef oft lent í því þegar ég er að vinna að fólk stöðvar hjá mér, horfir á mig í smá stund áður en það segir; „Nú, ég hélt þú værir bara svona sjónvarpssmiður.““ „Ég er alveg í skýjunum með tilnefninguna, þú mátt hafa það eftir mér. Himinlifandi alveg hreint,“ segir Gunnlaugur að lokum. Verðlaunaafhending Eddunnar fer fram 21. febrúar næstkomandi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá. Gulli byggir Tengdar fréttir Í hláturskasti vegna ommelettuuppskriftar Gordon Ramsey Umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni áttu í vandræðum með að hemja hláturinn í morgun. 15. janúar 2015 19:13 Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga "Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. 4. apríl 2012 15:30 Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. 6. nóvember 2014 17:55 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
„Þú ert í raun sá fyrsti sem hringir,“ segir Gunnlaugur Helgason, einnig þekktur sem Gulli byggir, húsasmíðameistari og dagskrárgerðarmaður. Þriðja sería þáttanna Gulli byggir hefur verið tilnefnd til Edduverðlauna sem besti þáttur í lífsstílsflokki. „Þetta er auðvitað stærsti flokkurinn og allt annað er bara upphitun fyrir hann,“ grínast hann með og hlær. „Ef ég segi þér alveg eins og er þá átti ég ekki von á þessu fyrst að fyrri tvær seríurnar voru ekki tilnefndar,“ segir Gulli. Hann bætir þó við að þessi sé öðruvísi að því leiti að lokaniðurstaða hvers viðfangsefnis fyrir sig hafi fengist í lok hvers þáttar í stað lokaþáttarins.Sjá einnig:Tilnefningar til Eddunnar 2015 Hann vill ekki gera upp á milli þáttaraðanna en segir þó sú nýjasta sé hraðari en þær sem á undan komu. Í upphafi hafi verið áætlað að þrír mánuðir færu í gerð þáttanna en þeir urðu á endanum níu talsins. „Það skilar sér í betra efni. Ég get alveg skilið hvers vegna ég var tilnefndur nú en ekki áður.“ „Við byrjuðum strax að tala um aðra seríu í kjölfar hinnar en útlit hennar veltur mikið á því hve mikinn tíma ég mun hafa,“ segir Gulli. Það sé ekki komið í ljós hvernig þáttaröðin muni verða eða hvenær hún verði tilbúin, það skýrist betur með tíð og tíma. Mögulega sé stefnt að því að hún komi strax í haust.Sjá einnig:Þarf klikkaðan mann eins og mig í eitthvað svona Þegar blaðamaður heyrði í Gulla var hann upptekinn við að henda rusli upp á kerru og fara með í Sorpu. „Það er eitt af því sem maður verður að gera þegar maður er í þessu. Ég hef oft lent í því þegar ég er að vinna að fólk stöðvar hjá mér, horfir á mig í smá stund áður en það segir; „Nú, ég hélt þú værir bara svona sjónvarpssmiður.““ „Ég er alveg í skýjunum með tilnefninguna, þú mátt hafa það eftir mér. Himinlifandi alveg hreint,“ segir Gunnlaugur að lokum. Verðlaunaafhending Eddunnar fer fram 21. febrúar næstkomandi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá.
Gulli byggir Tengdar fréttir Í hláturskasti vegna ommelettuuppskriftar Gordon Ramsey Umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni áttu í vandræðum með að hemja hláturinn í morgun. 15. janúar 2015 19:13 Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga "Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. 4. apríl 2012 15:30 Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. 6. nóvember 2014 17:55 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Í hláturskasti vegna ommelettuuppskriftar Gordon Ramsey Umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni áttu í vandræðum með að hemja hláturinn í morgun. 15. janúar 2015 19:13
Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga "Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. 4. apríl 2012 15:30
Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. 6. nóvember 2014 17:55