Ford Focus RS er öskrandi 320 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Ford Focus RS. Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent
Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent