Mitsubishi og Nissan hætta við samstarf Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 08:45 Mitsubishi Outlander PHEV. Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent
Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent