„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 10:59 Morrissey mun ekki koma fram á tónleikum í Hörpu en tónleikahaldarar leita nú að öðrum stað fyrir breska tónlistarmanninn á höfuðborgarsvæðinu. Getty/GVA „Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp