Kia með nýjan tvinnjeppling Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 10:45 Ekki fá forvitnir mikið að sjá af bílnum í fyrstu. Á bílasýningunni í Chicago sem hefst 12. febrúar ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifinn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þónokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfiðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja fjarri hugmyndafræðinni bakvið Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið er eingöngu á rafmagni. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent
Á bílasýningunni í Chicago sem hefst 12. febrúar ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifinn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þónokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfiðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja fjarri hugmyndafræðinni bakvið Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið er eingöngu á rafmagni.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent