Rafmagnaðir Volkswagen e-Golf afhentir Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2015 12:39 Á myndinni má sjá forsvarsmenn Volkswagen og Reykjafells: Frá vinstri: Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen; Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU; Steinar Sigurðsson, flotastjóri HEKLU; Hannes Jón Helgason, framkvæmdarstjóri Reykjafells; Ottó Eðvarð Guðjónsson, sölustjóri Reykjafells; Þorvaldur Guðmundsson, vörustjóri Reykjafells. Á dögunum voru fyrstu rafmögnuðu e-Golf bílarnir afhentir nýjum eigendum sínum en það var fyrirtækið Reykjafell sem fékk fyrstu tvo bílana. Mjög margir hafa beðið bílsins með eftirvæningu, sérstaklega á mörkuðum þar sem raforkuverð er lágt og skattaívilnanir fylgja kaupum á rafbílum. Til dæmis hafa nú þegar selst um 4.000 e-Golf í Noregi frá því bíllinn kom á markað um mitt síðasta ár. Bíllinn var kynntur hér á landi síðastliðið haust og hefur hann fengið mjög jákvæðar og góðar viðtökur. Sérstaða e-Golf umfram aðra rafbíla er fyrst og fremst að e-Golf hefur alla kosti 40 ára þróun og reynslu Golf – sem nú býðst í rafbíl. Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er fullkomnlega hljóðlátur akstur í bíl með gríðarlegri snerpu og aðeins einum drifgír. Rafhlaðan í bílnum er sérlega endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss. Akstursdrægni bílsins er allt að 190km, sem gerir e-Golf að bíl sem hentar akstursþörfum langflestra, enda er meðalakstur Íslendinga undir 40km á dag. e-Golf gerir útblásturslausan akstur að raunverulegum valkosti. Á Íslandi er raforkan í sérflokki, þar sem hún kemur eingöngu frá hreinum endurnýjanlegum orkugjöfum. Rafbílakaup eru einstaklega hagkvæm á Íslandi vegna mjög hagstæðs raforkuverðs, tollflokkakerfis og undanþágu frá virðisaukaskatti. e-Golf höfðar til þeirra sem vilja sameina umhverfisvænan og hagkvæman akstur í glæsilega hönnuðum og öruggum bíl. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent
Á dögunum voru fyrstu rafmögnuðu e-Golf bílarnir afhentir nýjum eigendum sínum en það var fyrirtækið Reykjafell sem fékk fyrstu tvo bílana. Mjög margir hafa beðið bílsins með eftirvæningu, sérstaklega á mörkuðum þar sem raforkuverð er lágt og skattaívilnanir fylgja kaupum á rafbílum. Til dæmis hafa nú þegar selst um 4.000 e-Golf í Noregi frá því bíllinn kom á markað um mitt síðasta ár. Bíllinn var kynntur hér á landi síðastliðið haust og hefur hann fengið mjög jákvæðar og góðar viðtökur. Sérstaða e-Golf umfram aðra rafbíla er fyrst og fremst að e-Golf hefur alla kosti 40 ára þróun og reynslu Golf – sem nú býðst í rafbíl. Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er fullkomnlega hljóðlátur akstur í bíl með gríðarlegri snerpu og aðeins einum drifgír. Rafhlaðan í bílnum er sérlega endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss. Akstursdrægni bílsins er allt að 190km, sem gerir e-Golf að bíl sem hentar akstursþörfum langflestra, enda er meðalakstur Íslendinga undir 40km á dag. e-Golf gerir útblásturslausan akstur að raunverulegum valkosti. Á Íslandi er raforkan í sérflokki, þar sem hún kemur eingöngu frá hreinum endurnýjanlegum orkugjöfum. Rafbílakaup eru einstaklega hagkvæm á Íslandi vegna mjög hagstæðs raforkuverðs, tollflokkakerfis og undanþágu frá virðisaukaskatti. e-Golf höfðar til þeirra sem vilja sameina umhverfisvænan og hagkvæman akstur í glæsilega hönnuðum og öruggum bíl.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent