Blur tilkynnir fyrstu plötuna í tólf ár Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 14:58 Damon Albarn, söngvari Blur. Vísir/EPA Tólf ár eru síðan síðasta plata bresku sveitarinnar Blur kom út en nú er væntanlega ný plata frá Íslandsvinunum sem kemur út 27. apríl. Platan mun bera heitið The Magic Whip en sveitin tilkynnti í leiðinni að hún muni leika á tónleikum í Hyde Park í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Sveitin kynnti þessi áform sín á blaðamannafundi á kínverskum veitingastað í Lundúnum en í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu og er ár geitarinnar gengið í garð samkvæmt því. Í viðtali við breska tímaritið NME í fyrra sagði Damon Albarn, söngvari Blur, frá því að sveitin hefði hljóðritað 15 lög í Hong Kong en eitt af þeim lögum sem verða á plötunni ber heiti Pyongyang en Albarn segir það lýsa upplifun sinni þegar hann fór til Norður Kóreu.Svona mun umslag nýju plötunnar líta út.Lögin á plötunni eru eftirfarandi: Lonesome StreetNew World TowersGo OutIce Cream ManThought I Was A SpacemanI BroadcastMy Terracotta HeartThere Are Too Many Of UsGhost ShipOng OngMirrorball Blur gaf síðast út plötuna Think Tank árið 2003 en sveitin átti miklum vinsældum að fagna á tíunda áratug síðustu aldar og barðist við samlanda sína í Oasis um vinsældir. Böndin tvö voru þau allra vinsælustu á meðan Britpop-æðið stóð sem hæst en einhverjir muna kannski eftir þegar sveitirnar gáfu samtímis út smáskífur 12. ágúst árið 1995. Um var að ræða annars vegar Roll With It með Oasis og Country House með Blur. Breska tímaritið NME lýsti þessari útgáfu sem bardaga sveitana um þungavigtarbelti Britpoppsins. Blur vann þennan bardaga með því að selja 274 þúsund eintök en Oasis 216 þúsund eintök. Fór auk þess Country House í fyrsta sæti vinsældarlista en Roll With It í annað. Þó að Blur hafi unnið þennan bardaga þá átti Oasis eftir að fagna meiri velgegni í plötusölu í náinni framtíð. Oasis náði til að mynda miklum vinsældum í Bandaríkjunum með lögunum Wonderwall og Champagne Supernova og seldist önnur plata þeirra (What´s the Story) Morning Glory? í fjórum milljónum eintaka á Bretlandseyjum og þriðja mest selda plata Bretlands frá upphafi.Hér fyrir neðan má heyra eitt laganna af nýju plötunni, Go Out. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tólf ár eru síðan síðasta plata bresku sveitarinnar Blur kom út en nú er væntanlega ný plata frá Íslandsvinunum sem kemur út 27. apríl. Platan mun bera heitið The Magic Whip en sveitin tilkynnti í leiðinni að hún muni leika á tónleikum í Hyde Park í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Sveitin kynnti þessi áform sín á blaðamannafundi á kínverskum veitingastað í Lundúnum en í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu og er ár geitarinnar gengið í garð samkvæmt því. Í viðtali við breska tímaritið NME í fyrra sagði Damon Albarn, söngvari Blur, frá því að sveitin hefði hljóðritað 15 lög í Hong Kong en eitt af þeim lögum sem verða á plötunni ber heiti Pyongyang en Albarn segir það lýsa upplifun sinni þegar hann fór til Norður Kóreu.Svona mun umslag nýju plötunnar líta út.Lögin á plötunni eru eftirfarandi: Lonesome StreetNew World TowersGo OutIce Cream ManThought I Was A SpacemanI BroadcastMy Terracotta HeartThere Are Too Many Of UsGhost ShipOng OngMirrorball Blur gaf síðast út plötuna Think Tank árið 2003 en sveitin átti miklum vinsældum að fagna á tíunda áratug síðustu aldar og barðist við samlanda sína í Oasis um vinsældir. Böndin tvö voru þau allra vinsælustu á meðan Britpop-æðið stóð sem hæst en einhverjir muna kannski eftir þegar sveitirnar gáfu samtímis út smáskífur 12. ágúst árið 1995. Um var að ræða annars vegar Roll With It með Oasis og Country House með Blur. Breska tímaritið NME lýsti þessari útgáfu sem bardaga sveitana um þungavigtarbelti Britpoppsins. Blur vann þennan bardaga með því að selja 274 þúsund eintök en Oasis 216 þúsund eintök. Fór auk þess Country House í fyrsta sæti vinsældarlista en Roll With It í annað. Þó að Blur hafi unnið þennan bardaga þá átti Oasis eftir að fagna meiri velgegni í plötusölu í náinni framtíð. Oasis náði til að mynda miklum vinsældum í Bandaríkjunum með lögunum Wonderwall og Champagne Supernova og seldist önnur plata þeirra (What´s the Story) Morning Glory? í fjórum milljónum eintaka á Bretlandseyjum og þriðja mest selda plata Bretlands frá upphafi.Hér fyrir neðan má heyra eitt laganna af nýju plötunni, Go Out.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp