Vill friðargæsluliða SÞ í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2015 23:42 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir öruggustu leiðina til að tryggja að vopnahlé haldi í Austur-Úkraínu, sé að fá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til landsins. Um 2.500 úkraínskir hermenn hörfuðu í dag frá bænum Debaltseve, eftir hörð átök við aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir að vopnahlé hafi átt að taka gildi á sunnudaginn. Þjóðaröryggisráð Úkraínu samþykkti að bjóða friðargæsluliðum til landsins, en AFP fréttaveitan segir vopnahléið hanga á bláþræði. Poroshenko sagði í dag að sex hermenn hefðu látið lífið í því sem hann kallaði „skipulögðu undanhaldi“ frá Debaltseve. Hermenn sem blaðamenn AFP ræddu við sögðu þó að þeir hefðu aldrei fengið skipun um að hörfa og hefðu flúið þegar þeir sáu að skriðdrekar þeirra voru á leiðinni úr bænum.Debaltseve er hernaðarlega mikilvægur.Vísir/GraphicNewsAðskilnaðarsinnar segja bæinn vera að fullu undir stjórn þeirra og að þeir hafi tekið 300 hermenn höndum. Úkraínskir embættismenn staðfesta að hermenn séu í haldi aðskilnaðarsinna en vilja ekki segja hve margir. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins en segja þó að enn sé von um að vopnahléið haldi. Yfirvöld í Kænugarði sem og ríki NATÓ hafa sakað Rússa um að senda hermenn, vopn, skriðdreka og stórskotalið til aðskilnaðarsinna. Með því vilji Rússar ýta undir óöldina í landinu og koma í veg fyrir að Úkraína færist nær Evrópusambandinu og NATÓ. Rússar þvertaka þó fyrir það og segja þessar ásakanir vera rangar. Um bæinn Debaltseve liggja járnbrautateinar sem tengja borgirnar Donetsk og Lugansk, sem báðar eru í höndum aðskilnaðarsinna og því var bærinn þeim mjög mikilvægur. Úkraína Tengdar fréttir Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01 Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir öruggustu leiðina til að tryggja að vopnahlé haldi í Austur-Úkraínu, sé að fá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til landsins. Um 2.500 úkraínskir hermenn hörfuðu í dag frá bænum Debaltseve, eftir hörð átök við aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir að vopnahlé hafi átt að taka gildi á sunnudaginn. Þjóðaröryggisráð Úkraínu samþykkti að bjóða friðargæsluliðum til landsins, en AFP fréttaveitan segir vopnahléið hanga á bláþræði. Poroshenko sagði í dag að sex hermenn hefðu látið lífið í því sem hann kallaði „skipulögðu undanhaldi“ frá Debaltseve. Hermenn sem blaðamenn AFP ræddu við sögðu þó að þeir hefðu aldrei fengið skipun um að hörfa og hefðu flúið þegar þeir sáu að skriðdrekar þeirra voru á leiðinni úr bænum.Debaltseve er hernaðarlega mikilvægur.Vísir/GraphicNewsAðskilnaðarsinnar segja bæinn vera að fullu undir stjórn þeirra og að þeir hafi tekið 300 hermenn höndum. Úkraínskir embættismenn staðfesta að hermenn séu í haldi aðskilnaðarsinna en vilja ekki segja hve margir. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins en segja þó að enn sé von um að vopnahléið haldi. Yfirvöld í Kænugarði sem og ríki NATÓ hafa sakað Rússa um að senda hermenn, vopn, skriðdreka og stórskotalið til aðskilnaðarsinna. Með því vilji Rússar ýta undir óöldina í landinu og koma í veg fyrir að Úkraína færist nær Evrópusambandinu og NATÓ. Rússar þvertaka þó fyrir það og segja þessar ásakanir vera rangar. Um bæinn Debaltseve liggja járnbrautateinar sem tengja borgirnar Donetsk og Lugansk, sem báðar eru í höndum aðskilnaðarsinna og því var bærinn þeim mjög mikilvægur.
Úkraína Tengdar fréttir Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01 Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01
Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41
Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21