Tók upp tónlistarmyndband hér á landi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. febrúar 2015 13:54 Denai Moore á tónleikum með SBTRKT vísir/getty Breska söngkonan Denai Moore kom til landsins í janúar síðastliðinn, til að taka upp myndband við lagið “Blame”. Íslenska framleiðslufyrirtækið Snark films sá um framleiðslu á myndbandinu með breska framleiðslufyrirtækinu Pulse films. Denai Moore, er aðeins 19 ára gömul og hefur vakið mikla athygli á stuttum tíma fyrir draumkennda og fallega tónlist sína. Hefur Denai á skömmum tíma náð að marka stór spor og hún unnið með mörgum virtum tónlistarmönnum. Þar ber helst að nefna SBTRKT en hann lék á hinni nýafstöðnu Sónar Reykjavík hátíð. Platan hennar “Elsewhere” er gefin út hjá plötufyrirtækinu Because. Tökur á myndbandinu stóðu yfir í tvo daga á Bláfjallaafleggjara og var hópur íslensks kvikmyndagerðafólks sem kom að gerð myndbandsins undir leikstjórn franska leikstjórans Simon Cahn. Íslenski leikarinn Walter Geir Grímsson leikur aðalhlutverkið í myndbandinu sem má sjá hér að neðan. Sónar Tónlist Tengdar fréttir Myndaveisla: Sónar olli engum vonbrigðum Sónar Reykjavík lauk í gær. 15. febrúar 2015 14:28 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Breska söngkonan Denai Moore kom til landsins í janúar síðastliðinn, til að taka upp myndband við lagið “Blame”. Íslenska framleiðslufyrirtækið Snark films sá um framleiðslu á myndbandinu með breska framleiðslufyrirtækinu Pulse films. Denai Moore, er aðeins 19 ára gömul og hefur vakið mikla athygli á stuttum tíma fyrir draumkennda og fallega tónlist sína. Hefur Denai á skömmum tíma náð að marka stór spor og hún unnið með mörgum virtum tónlistarmönnum. Þar ber helst að nefna SBTRKT en hann lék á hinni nýafstöðnu Sónar Reykjavík hátíð. Platan hennar “Elsewhere” er gefin út hjá plötufyrirtækinu Because. Tökur á myndbandinu stóðu yfir í tvo daga á Bláfjallaafleggjara og var hópur íslensks kvikmyndagerðafólks sem kom að gerð myndbandsins undir leikstjórn franska leikstjórans Simon Cahn. Íslenski leikarinn Walter Geir Grímsson leikur aðalhlutverkið í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.
Sónar Tónlist Tengdar fréttir Myndaveisla: Sónar olli engum vonbrigðum Sónar Reykjavík lauk í gær. 15. febrúar 2015 14:28 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira