Útbjuggu leigubíl utan um hjólastól sonarins Bjarki Ármannsson skrifar 18. febrúar 2015 08:30 Ragnar í nýja búningnum nú í morgun. Mynd/Hallgrímur Guðmundsson Öskudagur er upp runninn og keppnin um flottasta búninginn um leið hafin. Hallgrímur Guðmundsson, véltæknifræðingur í Hafnarfirði, lætur ekki sitt eftir liggja en hann útbjó frá grunni stórskemmtilegan leigubílabúning fyrir Ragnar son sinn. „Við bjuggum þetta bara til úr gömlum IKEA-pappakassa,“ segir Hallgrímur. „Hann er í hjólastól og við ákváðum bara að búa til „taxa“ úr gömlum hjólastól, sem hann gæti svo bara rennt sér í. Þetta tók tvær kvöldstundir.“ Ragnar, sem verður átta ára á árinu, fékk ekki að sjá „bílinn“ sinn fyrr en hann vaknaði í morgun. Hallgrímur segir þó að son sinn hafi ef til vill grunað hvað var í vændum. Leigubíllinn í allri sinni dýrð áður en bílstjórinn fór í bílinn í morgun. „Hann fékk ekkert að fylgjast með þessu,“ segir hann. „En ég býst nú við að hann hafi eitthvað verið að gjóa augunum á þetta. Hann er búinn að sjá svona að hluta til hvað við vorum að gera.“ Að sögn Hallgríms er þetta í fyrsta sinn sem ráðist er í svona metnaðarfulla búningagerð á öskudeginum á þeirra heimili. Ragnar fer í nýja búningnum sínum í skólann og seinna í dag fær hann svo að fara í sælgætisleit með systkinum sínum tveimur. „Það er einn Hómer, einn „minion“ og svo einn Taxi. Þannig að það er gult þema hjá okkur,“ segir Hallgrímur og hlær.Veistu af fleiri flottum búningum í tilefni dagsins? Láttu okkur vita og sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is. Gleðilegan öskudag! Öskudagur Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Öskudagur er upp runninn og keppnin um flottasta búninginn um leið hafin. Hallgrímur Guðmundsson, véltæknifræðingur í Hafnarfirði, lætur ekki sitt eftir liggja en hann útbjó frá grunni stórskemmtilegan leigubílabúning fyrir Ragnar son sinn. „Við bjuggum þetta bara til úr gömlum IKEA-pappakassa,“ segir Hallgrímur. „Hann er í hjólastól og við ákváðum bara að búa til „taxa“ úr gömlum hjólastól, sem hann gæti svo bara rennt sér í. Þetta tók tvær kvöldstundir.“ Ragnar, sem verður átta ára á árinu, fékk ekki að sjá „bílinn“ sinn fyrr en hann vaknaði í morgun. Hallgrímur segir þó að son sinn hafi ef til vill grunað hvað var í vændum. Leigubíllinn í allri sinni dýrð áður en bílstjórinn fór í bílinn í morgun. „Hann fékk ekkert að fylgjast með þessu,“ segir hann. „En ég býst nú við að hann hafi eitthvað verið að gjóa augunum á þetta. Hann er búinn að sjá svona að hluta til hvað við vorum að gera.“ Að sögn Hallgríms er þetta í fyrsta sinn sem ráðist er í svona metnaðarfulla búningagerð á öskudeginum á þeirra heimili. Ragnar fer í nýja búningnum sínum í skólann og seinna í dag fær hann svo að fara í sælgætisleit með systkinum sínum tveimur. „Það er einn Hómer, einn „minion“ og svo einn Taxi. Þannig að það er gult þema hjá okkur,“ segir Hallgrímur og hlær.Veistu af fleiri flottum búningum í tilefni dagsins? Láttu okkur vita og sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is. Gleðilegan öskudag!
Öskudagur Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira