Láttu matinn endast lengur sigga dögg skrifar 18. febrúar 2015 11:00 Vísir/Getty Það er leiðinlegt að sjá matvæli skemmast inni í ísskáp en skipulagning í matseld vikunnar auk eftirfarandi ráða geta dregið úr því að matvæli skemmist hjá þér. Það er bæði umhverfisvænt og hagkvæmt.Tómatar - ekki geyma þá í kæli heldur í stofuhita í skál með pappírsþurrku. Þetta tryggir hámarks bragðgæði. Passaðu að toppurinn snúi upp. Þá getur verið gott að snúa þeim við og við svo þeir merjist ekki á hliðinni sem liggur að hvor annarri eða skálinni.Sveppir - ef þú kaupir sveppi í plastbakka þá getur verið gott að setja pappírsþurrku ofan í bakkann og sveppina ofan í og gera göt á plastfilmuna sem lokar bakkanum. Sveppir gefa frá sér mikinn raka en pappírsþurrkan dregur hann í sig og því eru gerð göt á plastfilmuna, svo sveppirnir geti andað.Egg - egg eru best geymd aftarlega í ísskápnum þar sem þau ná að haldast vel köld, ekki í hurð ísskápsins. Einnig er hægt að frysta hvítuna og rauðuna sér.Salat - fjarlægðu rotin blöð frá salatinu, vefðu pappírsþurrku utan um þau og settu hverja sér tegund í lokaðan plastpoka með þurrkunni utan um. Salatið ætti að lifa nokkra daga til viðbótar.Laukur og kartöflur - aðskildu laukinn frá kartöflunum og geymdu í opnum pappírspokum á köldum stað. Kartöflur og laukur flýta fyrir því að hvort annað skemmist.Avacadó og bananar - bananar flýta fyrir þroska avakadós svo vissara er að geyma það á sitthvorum staðnum nema þú sért með óþroskuð avacado og best er að geyma bæði avacadó og banana við stofuhita. Almennt er reglan sú að geyma ekki ávexti og grænmeti saman því ávextir gefa frá sér efni sem flýtir fyrir þroska grænmetis. Grænmetisréttir Heilsa Matur Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það er leiðinlegt að sjá matvæli skemmast inni í ísskáp en skipulagning í matseld vikunnar auk eftirfarandi ráða geta dregið úr því að matvæli skemmist hjá þér. Það er bæði umhverfisvænt og hagkvæmt.Tómatar - ekki geyma þá í kæli heldur í stofuhita í skál með pappírsþurrku. Þetta tryggir hámarks bragðgæði. Passaðu að toppurinn snúi upp. Þá getur verið gott að snúa þeim við og við svo þeir merjist ekki á hliðinni sem liggur að hvor annarri eða skálinni.Sveppir - ef þú kaupir sveppi í plastbakka þá getur verið gott að setja pappírsþurrku ofan í bakkann og sveppina ofan í og gera göt á plastfilmuna sem lokar bakkanum. Sveppir gefa frá sér mikinn raka en pappírsþurrkan dregur hann í sig og því eru gerð göt á plastfilmuna, svo sveppirnir geti andað.Egg - egg eru best geymd aftarlega í ísskápnum þar sem þau ná að haldast vel köld, ekki í hurð ísskápsins. Einnig er hægt að frysta hvítuna og rauðuna sér.Salat - fjarlægðu rotin blöð frá salatinu, vefðu pappírsþurrku utan um þau og settu hverja sér tegund í lokaðan plastpoka með þurrkunni utan um. Salatið ætti að lifa nokkra daga til viðbótar.Laukur og kartöflur - aðskildu laukinn frá kartöflunum og geymdu í opnum pappírspokum á köldum stað. Kartöflur og laukur flýta fyrir því að hvort annað skemmist.Avacadó og bananar - bananar flýta fyrir þroska avakadós svo vissara er að geyma það á sitthvorum staðnum nema þú sért með óþroskuð avacado og best er að geyma bæði avacadó og banana við stofuhita. Almennt er reglan sú að geyma ekki ávexti og grænmeti saman því ávextir gefa frá sér efni sem flýtir fyrir þroska grænmetis.
Grænmetisréttir Heilsa Matur Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira