1.250 hestafla Nissan í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 15:33 Le Mans bíllinn hefur fengið nafnið Nissan GT-R LM Nismo. Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent