Fótbolti

Klappað fyrir Reus í búningsklefanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marco Reus í leik með Dortmund í Þýskalandi.
Marco Reus í leik með Dortmund í Þýskalandi. Vísir/Getty
Marco Reus skrifaði fyrr í vikunni undir nýjan fjögurra ára samning við þýska félagið Dortmund, þó svo að honum hafi staðið til boða að þéna mun meira hjá stærra félagi.

Sjá einnig: Reus hefði getað tvöfaldað launin sín

Dortmund er sem stendur í fallsæti í þýsku úrvalsdeildinni en Jürgen Klopp, stjóri liðsins, segir að ákvörðun Reus hafi sent sterk skilaboð.

„Þetta var gott fyrir lið í okkar stöðu og mikilvægt fyrir alla í félaginu,“ sagði Klopp og bætti við að leikmenn hafi klappað fyrir Reus í búningsklefanum þegar tíðindin bárust af framlengingunni.

Sjá einnig: Reus framlengdi við Dortmund

„Þetta sýnir að Marco er þess full viss, rétt eins og ég, að félagið geti komið sér aftur á beinu brautina og að við trúum öll á að framtíð þess sé björt.“

Dortmund varð Þýskalandsmeistari árin 2011 og 2012 og varð í öðru sæti næstu tvö ár á eftir. Liðið komst einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×