Golf

Tiger Woods tekur sér enn á ný frí frá golfi

Woods ætlar að taka sér meiri tíma frá golfi.
Woods ætlar að taka sér meiri tíma frá golfi. Getty
Tiger Woods gaf út fyrir stuttu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann muni taka sér frí frá golfi í óákveðinn tíma. Woods er nýkominn til baka úr bakmeiðslum sem plöguðu hann nánast allt síðasta tímabil og hefur hann farið afar illa af stað í ár og greinilega verið langt frá sinu besta.

Það er ekki ásættanlegt að spila svona illa í atvinnugolfmótum,“ segir Woods í yfirlýsingunni.

Ég fer alltaf í mót til þess að vinna þau og þegar að mér finnst ég geta það á ný mun ég snúa til baka. Ég er skráður til leiks á Honda Classic en ég mun ekki vera með nema að leikurinn minn verði tilbúinn. Markmiðið er að koma til baka eins snemma og kostur er og auðvitað að komast í mitt besta form á golfvellinum aftur.“

Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir Woods en ásamt stórum vandræðum í einkalífinu hefur hann þurft að eiga við ýmis meiðsli, meðal annars í olnboga, hné, liðum og baki. Hann dró sig úr leik á Farmers Insurance mótinu vegna bakverkja um síðustu helgi en það var í þriðja sinn í síðustu átta mótum sem hann hættir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×