Tiger Woods tekur sér enn á ný frí frá golfi 12. febrúar 2015 00:26 Woods ætlar að taka sér meiri tíma frá golfi. Getty Tiger Woods gaf út fyrir stuttu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann muni taka sér frí frá golfi í óákveðinn tíma. Woods er nýkominn til baka úr bakmeiðslum sem plöguðu hann nánast allt síðasta tímabil og hefur hann farið afar illa af stað í ár og greinilega verið langt frá sinu besta. „Það er ekki ásættanlegt að spila svona illa í atvinnugolfmótum,“ segir Woods í yfirlýsingunni. „Ég fer alltaf í mót til þess að vinna þau og þegar að mér finnst ég geta það á ný mun ég snúa til baka. Ég er skráður til leiks á Honda Classic en ég mun ekki vera með nema að leikurinn minn verði tilbúinn. Markmiðið er að koma til baka eins snemma og kostur er og auðvitað að komast í mitt besta form á golfvellinum aftur.“ Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir Woods en ásamt stórum vandræðum í einkalífinu hefur hann þurft að eiga við ýmis meiðsli, meðal annars í olnboga, hné, liðum og baki. Hann dró sig úr leik á Farmers Insurance mótinu vegna bakverkja um síðustu helgi en það var í þriðja sinn í síðustu átta mótum sem hann hættir leik. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods gaf út fyrir stuttu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann muni taka sér frí frá golfi í óákveðinn tíma. Woods er nýkominn til baka úr bakmeiðslum sem plöguðu hann nánast allt síðasta tímabil og hefur hann farið afar illa af stað í ár og greinilega verið langt frá sinu besta. „Það er ekki ásættanlegt að spila svona illa í atvinnugolfmótum,“ segir Woods í yfirlýsingunni. „Ég fer alltaf í mót til þess að vinna þau og þegar að mér finnst ég geta það á ný mun ég snúa til baka. Ég er skráður til leiks á Honda Classic en ég mun ekki vera með nema að leikurinn minn verði tilbúinn. Markmiðið er að koma til baka eins snemma og kostur er og auðvitað að komast í mitt besta form á golfvellinum aftur.“ Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir Woods en ásamt stórum vandræðum í einkalífinu hefur hann þurft að eiga við ýmis meiðsli, meðal annars í olnboga, hné, liðum og baki. Hann dró sig úr leik á Farmers Insurance mótinu vegna bakverkja um síðustu helgi en það var í þriðja sinn í síðustu átta mótum sem hann hættir leik.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira