Ný Kia Optima í Genf Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 11:38 Framhlutinn af nýjum Kia Optima. Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent