Tiger ekki verið í verri stöðu í 18 ár en samt tekjuhæstur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 10:15 Tiger Woods virðist ekki líklegur til að vinna mót þessa dagana. vísir/getty Tiger Woods er í 62. sæti á heimslistanum í golfi en nýr listi var birtur í gær. Hann hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1996 eða í heil 18 ár. Tiger, sem átti frábært ár 2013 og var kjörinn PGA-kylfingur ársins, var ömurlegur í fyrra og vann ekki eitt einasta mót. Hann hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og hætti keppni eftir ellefu holur á Farmers-meistaramótinu sem fram fór um helgina. Þá lék hann sinn versta hring á ferlinum á öðru móti í Phoenix fyrir tveimur vikum þegar hann spilaði 18 holur á 82 höggum eða ellefu höggum yfir pari. Fari svo að Tiger verði ekki búinn að rífa sig upp á meðal 50 efstu fyrir byrjun mars verður hann ekki með á WGC-heimsmótinu sem fram fer á Trump National-vellinum í Flórída 5.-8. þess mánaðar. Tiger hefur unnið það mót sjö sinnum en þar spila aðeins 50 efstu menn heimslistans. Sigurvegarinn á mótinu fær ríflega eina og hálfa milljón dala í sinn hlut. Rory McIlroy er efstur á heimslistanum sem fyrr og Henrik Stenson í öðru sæti, en Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson er þriðji. Fjórir Bandaríkjamenn eru á meðal tíu efstu. Þrátt fyrir skelfilegt gengi á golfvellinum að undanförnu ern Tiger engu að síður tekjuhæsti kylfingurinn tólfta árið í röð. Hann rakaði inn 55 milljónum dala á síðasta ári eða 7,2 miljörðum króna. Nær allar tekjurnar eða 99 prósent koma í gegnum styrktarsamninga. Þrátt fyrir að vera efstur tólfta árið í röð hafa tekjur hans aldrei verið lægri. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er í 62. sæti á heimslistanum í golfi en nýr listi var birtur í gær. Hann hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1996 eða í heil 18 ár. Tiger, sem átti frábært ár 2013 og var kjörinn PGA-kylfingur ársins, var ömurlegur í fyrra og vann ekki eitt einasta mót. Hann hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og hætti keppni eftir ellefu holur á Farmers-meistaramótinu sem fram fór um helgina. Þá lék hann sinn versta hring á ferlinum á öðru móti í Phoenix fyrir tveimur vikum þegar hann spilaði 18 holur á 82 höggum eða ellefu höggum yfir pari. Fari svo að Tiger verði ekki búinn að rífa sig upp á meðal 50 efstu fyrir byrjun mars verður hann ekki með á WGC-heimsmótinu sem fram fer á Trump National-vellinum í Flórída 5.-8. þess mánaðar. Tiger hefur unnið það mót sjö sinnum en þar spila aðeins 50 efstu menn heimslistans. Sigurvegarinn á mótinu fær ríflega eina og hálfa milljón dala í sinn hlut. Rory McIlroy er efstur á heimslistanum sem fyrr og Henrik Stenson í öðru sæti, en Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson er þriðji. Fjórir Bandaríkjamenn eru á meðal tíu efstu. Þrátt fyrir skelfilegt gengi á golfvellinum að undanförnu ern Tiger engu að síður tekjuhæsti kylfingurinn tólfta árið í röð. Hann rakaði inn 55 milljónum dala á síðasta ári eða 7,2 miljörðum króna. Nær allar tekjurnar eða 99 prósent koma í gegnum styrktarsamninga. Þrátt fyrir að vera efstur tólfta árið í röð hafa tekjur hans aldrei verið lægri.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira