Þetta eru bestu þynnkubitar landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. mars 2015 12:00 Meðal þeirra staða sem rötuðu á listann. Lífið á Vísi fékk nokkra vel valda álitsgjafa til að segja okkur hvað þeim finnst best að snæða til að rétta sig af daginn eftir gott djamm. Eftir harða, og hatramma baráttu, var það Hamborgarabúlla Tómasar sem bar sigur úr bítum. Í næstu sætum á eftir fygldu Dominos, Mandí og Krílið á Ísafirði. Hér á neðan má lesa hvernig álitsgjafarnir greiddu atkvæði.Tómas með sinn víðfræga borgara.1. sætiHamborgarabúlla Tómasar „Eini hamborgarastaðurinn sem er með saðsaman og bragðgóðan borgara fyrir grænmetisætur. Þó við viljum ekki borða dýr viljum við kjötleysingjarnir alveg háma í okkur borgara, graðga í okkur franskar og þamba gos eins og aðrir.“ „Ekkert toppar Hamborgarabúlluna þegar kemur að því að nærast í þynnkunni. Tilboð aldarinnar, að sjálfsögðu ásamt béarnaise, er nokkuð sem lagar þynnkuna á örskotsstundu og skilar manni söddum og sælum heim. Afgreiðslan er fljótleg og þægileg auk þess sem umhverfið er notalegt og enginn dæmir þó maður mæti sveittur og ógeðslegur, jafnvel enn í djammfötunum, á Búlluna.“ „Búllan er hinn gullni meðalvegur svita.“ „Hin síðari ár hafa Tommi og borgararnir hans tekið við og bernaise sósan hans barist við að bæta það sem ég hef brotið niður daginn áður.. Skammast mín ekki við að segja að ég hef dottið í fjölskyldutilboð þar þegar hvað mest lætur. Já, ég er einhleypur.“Krílið Ísafirði2.-4. sætiKrílið Ísafirði„Kroppsæla mínus lauk í Krílinu á Ísafirði. Um páskana fyllist bærinn af fólki, tónlistin og gleðin flæða um æðar. Þú ræktar líkama og sál á skíðum yfir daginn og dansandi á kvöldin. Það er fátt betra en að vakna svo upp og skella í sig kroppsælu mínus lauk til að endurtaka leikinn aftur og aftur! Þetta með mínus laukinn er krítískt atriði! Laukur er verkfæri djöfulsins.“ „Eftir langa og stranga nótt er fátt betra en að keyra daginn eftir (með leyfilegt prómillmagn í blóði) í Krílið á Ísafirði og panta kroppsælu með lauk. Að finna tennurnar kljúfa gegnum stökkt brauðið, sökkva ofan í þykkt lag af nautahakki, pepperóní, osti og sósu; og láta svo punktinn yfir i-ið (sem margir kjósa að sleppa vegna óskiljanlegra ástæðna), laukinn, leika við bragðlaukana og sjá til þess að þú neyðist til að bursta tennur eftir máltíðina: gerir verstu skuldadaga bærilega.“ „Kroppsælan í Krílinu á Ísafirði hefur aldrei brugðist mér. Ég vil fá útibú hingað til Reykjavíkur. Ég fékk einu sinni senda kroppsælu senda með flugi frá Ísafirði til Reykjavíkur. Hún kom innpökkuð í pakkningu utan af sígarettukartoni.“ Dominos á vel við landann í þynnkunni.Vísir2.-4. sætiDominos „Pönnupizzan og heimsendingarþjónustan hjá Dominos. Fleiri orð eru óþörf.“ „Verður að vera þunnbotna. Gott að skipta henni til helminga. Helm hvítlauskbrauð helm tokyo. Gott í mallan, en lykilatriðið er að fá sér þunnbotna svo það verði ekki of mikil gerjun í maganum.Einn annar krúsjalpunktur: Biðja um að baka pizzurnar vel.“ „Dominos staðirnir eru út um allt, þeir eru með heimsendingu ef þú ert of þunn/ur til að keyra á staðinn og ég hef ekki enn fengið vonda pizzu hjá Dominos.“Mandi's2.-4. sætiMandí „Mandi Shawarma Kebab og ííísköld kókómjólk er besti þynnkubitinn, eða Mandi og kókómjólk eins og það kallast í mínum hópi. Akkúrat rétta stærðin á vefjunni og svo er kókómjólkin ómissandi sem staðdeyfing.“ „Banani og Specialty Chicken á Mandí skömmu síðar. Bananinn er auðmeltanlegur og orkugefandi, restin slær svo botninn úr með djúsí og bragðmiklum kjúklingi sem færir mann í aðra vídd þar sem þynnka er ekki til.“ „Stundum vill maður bara góðan mat, passlegan skammt, sanngjarnt verð og hamingju í hjarta. Og þá fer maður auðvitað á Mandí við Ingólfstorg. Mandí er búið að gjörbreyta skyndibitaleiknum í Reykjavík og varð á dögunum fyrsti kebabstaðurinn í öllum heiminum til að fá Michelinstjörnu. Þjónustan er óaðfinnanleg og ef maður kaupir sér kjúklingashawerma, t.d. Óli Special Extra Spicy, þá eru vatnsglas og sáluhjálp innifalin í verðinu.“Coocoo's Nest, Hlölli og KFC.5.–7. sætiKFC „Besti þynnkubitinn er sá sem maður er fljótastur að verða sér úti um. Í mínu tilfelli er það oftast KFC – á laugardögum fata með 25 Hot Wings, tvær kokteilsósur og 2L Pepsi og á sunnudögum BBQ borgari, franskar, tveir venjulegir bitar (fyrir skinnið) og tvær kokteilsósur on the side – aftur með 2L af Pepsi.“ „Þú nærð lágmarki í þynnkunni með KFC. Þegar þú ert búinn með einn BBQ Zinger Tower þá liggur leiðin bara upp.“5.-7. sætiCoocoo’s Nest„Af því að mér líður ekki illa eftir að hafa fengið mér þynnkumat þar. Svo getur maður líka fengið sér Mimosa með matnum.“ „Besta súrdeigsbrauð á Íslandi, tvö „poached“ vistvæn landnámshænuegg, klikkuð gráðostasósa sem bætir upp fyrir öll taktlausu grín gærdagsins og kartöflur með salsa sem sumir myndu drepa fyrir uppskriftina að. Svo er tilvalið að fá sér mimosu með til að fagna eða blóðuga Maríu til að vera töff.“5.-7. sætiHlöllabátur„Ef staðan er mjög, mjög slæm gæti maður viljað dráp en enga líkn og þá fer maður á Hlöllabáta. Fólk er að hníga niður úr banvænni salteitrun þarna fyrir utan hverja einustu helgi á meðan Hlölli malar gull með því að selja vatnsglasið gegn því sem nemur gangvirði nýrna á alþjóðlegum líffæramörkuðum. En þetta er ultimate refsingin.“ „Besti þynnkumaturinn er Hlöllabátur, ekki spurning. Helst að það sé línubátur. Svo er það bara vatn með þessu, enda er vatnið best í þynnkunni. Svo er alltaf hressandi að fá sér Brynjuís í eftirrétt, en hann er eins og Vestfirska fjallaloftið; getur gert kraftaverk.“Áhugaverðasti bitinn.Áhugaverðasta uppástungan: Agúrka á Egilsstöðum - besti matur í sögu veraldar! Fólk er oft þunnt af því það er að skemmta sér með því að eitra fyrir sér. Það gerir fólk einkum og sér í lagji á sumrin, hvað þá úti á landi - viðurkenndir viðburðir til að aðhafast slíkt eru til dæmis háíðit á borð við LungA, Norðanpaunk, Eistnaflug og svo framvegjis. og sko - þar af leiðandi á fólk oft ferð um staði eins og Egilsstaði þeagr það er þunnt/timbrað... hvað sem það er kallað. Þegar fólk er þunnt þá er það semsagt ekki þykkt, það er bara þunn slikja af sjálfu sér - yfirleitt er aðalástæðan skortur á vatni í líkamanum og þar sem gúrka er 97% vatn þá er hún einstaklega hentugur skyndibiti, hún er mjög fljótleg, það þarf ekki að bíða eftir því að einhver útbúi skyndibitann því hún hefur þegar verið týnd þegar hún er í búðinni. Svo er hún svona þægilega einfalt form, græn á litinn og kannanir sýna að grænn litur róar hugann. Auk þess þá er hægt að setja gúrkubita á augun og hafa þá þar í nokkrar mínútur. Þannig að ef maður er þreyttur og getur ekki haldið augunum opnum eða að þau líta út eins og á nýfæddum hvolpi, þá er hægt að setja gúrkubita á augnlokin og bíða svolitla stund, þá koma þúsund öritlir vantsdropar út úr gúrkubitunum, seytla inní húðina í kringum augun og augnlokin og mýkja þau upp og hressa hvern sem er við.Aðrir staðir sem voru nefndir til sögunnar: Pítan, Slippbarinn, Aspasstykki hjá Bakarameistaranum, Vitabar, American Style, Devitos, Burger-inn, vatn úr Ölkeldu á Snæfellsnesi, Prkið, Pizzafjörður Neskaupstað, Íslenski barinn, Ali Baba, Húsavíkurbryggjan, Snaps, Olsen Olsen, Stúdentakjallarinn, KEX, Kebab grill, bjór, Roadhouse, Hamborgarafabrikkan.Álitsgjafarnir:Steinþór Helgi Arnsteinsson, þúsundþjalasmiður. Hörn Heiðarsdóttir, verkfræðinemi. Rakel Sif Haraldsdóttir, mannfræðinemi og gleðigjafi. Benedikt Valsson, Hraðfréttamaður. Ingólfur Axelsson, Everestfari, Ásrún Ísleifsdóttir, nemi. Alda Björk Aðalsteinsdóttir, nemi. Einar Jóhannes Finnbogason, athafnamaður. Jón Evert Pálsson, nemi. Arnar Geir Sæmundsson, bankastarfsmaður. Sólmundur Ingi Einvarðsson. Páll Sólmundur Eydal, tónlistarmaður. Jón Ingi Stefánsson, vefhönnuður. Tómas Meyer, sparkspekingur. Hlédís Sveinsdóttir, verkefnisstjóri. Sunna Þrastardóttir, blakkempa. Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfisverkfræðingur. Páll Kristjánsson, lögfræðingur og stuðningsmaður Hearts. Vilhjálmur Halldórsson, handboltakempa. Andri Birgisson, ferðafrömuður. Hallgerður Hallgrímsson, myndlistarkona. Jón Júlíus Karlsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Ólafur Björn Tómasson, nemi. Anna Katrín Einarsdóttir, nemi. Solveig Óskarsdóttir, nemi. Ingvar Pálmarsson, nemi. Steinunn Eldflaug Harðardóttir, DJ Flugvél og Geimskip. Tómas Árni Jónasson, forritari. Birna Jónsdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur. Hjörtur Stephensen, gítarleikari. Jónas Haraldsson, gjaldkeri. Ólafur Kjaran Árnason, fyrrverandi skáld. Halldór Smárason, tónskáld. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ævar Örn Jóhannsson, fyrirsæta. Þröstur Ernir Viðarsson, ritstjóri Vikudags. Aldrei fór ég suður Næturlíf Tengdar fréttir Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04 Þetta eru fimm bestu ísbúðir landsins Brynjuís á Akureyri sigraði með yfirburðum en baráttan um annað og þriðja sætið var gríðarlega hörð. 28. nóvember 2014 12:57 Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Lífið á Vísi fékk nokkra vel valda álitsgjafa til að segja okkur hvað þeim finnst best að snæða til að rétta sig af daginn eftir gott djamm. Eftir harða, og hatramma baráttu, var það Hamborgarabúlla Tómasar sem bar sigur úr bítum. Í næstu sætum á eftir fygldu Dominos, Mandí og Krílið á Ísafirði. Hér á neðan má lesa hvernig álitsgjafarnir greiddu atkvæði.Tómas með sinn víðfræga borgara.1. sætiHamborgarabúlla Tómasar „Eini hamborgarastaðurinn sem er með saðsaman og bragðgóðan borgara fyrir grænmetisætur. Þó við viljum ekki borða dýr viljum við kjötleysingjarnir alveg háma í okkur borgara, graðga í okkur franskar og þamba gos eins og aðrir.“ „Ekkert toppar Hamborgarabúlluna þegar kemur að því að nærast í þynnkunni. Tilboð aldarinnar, að sjálfsögðu ásamt béarnaise, er nokkuð sem lagar þynnkuna á örskotsstundu og skilar manni söddum og sælum heim. Afgreiðslan er fljótleg og þægileg auk þess sem umhverfið er notalegt og enginn dæmir þó maður mæti sveittur og ógeðslegur, jafnvel enn í djammfötunum, á Búlluna.“ „Búllan er hinn gullni meðalvegur svita.“ „Hin síðari ár hafa Tommi og borgararnir hans tekið við og bernaise sósan hans barist við að bæta það sem ég hef brotið niður daginn áður.. Skammast mín ekki við að segja að ég hef dottið í fjölskyldutilboð þar þegar hvað mest lætur. Já, ég er einhleypur.“Krílið Ísafirði2.-4. sætiKrílið Ísafirði„Kroppsæla mínus lauk í Krílinu á Ísafirði. Um páskana fyllist bærinn af fólki, tónlistin og gleðin flæða um æðar. Þú ræktar líkama og sál á skíðum yfir daginn og dansandi á kvöldin. Það er fátt betra en að vakna svo upp og skella í sig kroppsælu mínus lauk til að endurtaka leikinn aftur og aftur! Þetta með mínus laukinn er krítískt atriði! Laukur er verkfæri djöfulsins.“ „Eftir langa og stranga nótt er fátt betra en að keyra daginn eftir (með leyfilegt prómillmagn í blóði) í Krílið á Ísafirði og panta kroppsælu með lauk. Að finna tennurnar kljúfa gegnum stökkt brauðið, sökkva ofan í þykkt lag af nautahakki, pepperóní, osti og sósu; og láta svo punktinn yfir i-ið (sem margir kjósa að sleppa vegna óskiljanlegra ástæðna), laukinn, leika við bragðlaukana og sjá til þess að þú neyðist til að bursta tennur eftir máltíðina: gerir verstu skuldadaga bærilega.“ „Kroppsælan í Krílinu á Ísafirði hefur aldrei brugðist mér. Ég vil fá útibú hingað til Reykjavíkur. Ég fékk einu sinni senda kroppsælu senda með flugi frá Ísafirði til Reykjavíkur. Hún kom innpökkuð í pakkningu utan af sígarettukartoni.“ Dominos á vel við landann í þynnkunni.Vísir2.-4. sætiDominos „Pönnupizzan og heimsendingarþjónustan hjá Dominos. Fleiri orð eru óþörf.“ „Verður að vera þunnbotna. Gott að skipta henni til helminga. Helm hvítlauskbrauð helm tokyo. Gott í mallan, en lykilatriðið er að fá sér þunnbotna svo það verði ekki of mikil gerjun í maganum.Einn annar krúsjalpunktur: Biðja um að baka pizzurnar vel.“ „Dominos staðirnir eru út um allt, þeir eru með heimsendingu ef þú ert of þunn/ur til að keyra á staðinn og ég hef ekki enn fengið vonda pizzu hjá Dominos.“Mandi's2.-4. sætiMandí „Mandi Shawarma Kebab og ííísköld kókómjólk er besti þynnkubitinn, eða Mandi og kókómjólk eins og það kallast í mínum hópi. Akkúrat rétta stærðin á vefjunni og svo er kókómjólkin ómissandi sem staðdeyfing.“ „Banani og Specialty Chicken á Mandí skömmu síðar. Bananinn er auðmeltanlegur og orkugefandi, restin slær svo botninn úr með djúsí og bragðmiklum kjúklingi sem færir mann í aðra vídd þar sem þynnka er ekki til.“ „Stundum vill maður bara góðan mat, passlegan skammt, sanngjarnt verð og hamingju í hjarta. Og þá fer maður auðvitað á Mandí við Ingólfstorg. Mandí er búið að gjörbreyta skyndibitaleiknum í Reykjavík og varð á dögunum fyrsti kebabstaðurinn í öllum heiminum til að fá Michelinstjörnu. Þjónustan er óaðfinnanleg og ef maður kaupir sér kjúklingashawerma, t.d. Óli Special Extra Spicy, þá eru vatnsglas og sáluhjálp innifalin í verðinu.“Coocoo's Nest, Hlölli og KFC.5.–7. sætiKFC „Besti þynnkubitinn er sá sem maður er fljótastur að verða sér úti um. Í mínu tilfelli er það oftast KFC – á laugardögum fata með 25 Hot Wings, tvær kokteilsósur og 2L Pepsi og á sunnudögum BBQ borgari, franskar, tveir venjulegir bitar (fyrir skinnið) og tvær kokteilsósur on the side – aftur með 2L af Pepsi.“ „Þú nærð lágmarki í þynnkunni með KFC. Þegar þú ert búinn með einn BBQ Zinger Tower þá liggur leiðin bara upp.“5.-7. sætiCoocoo’s Nest„Af því að mér líður ekki illa eftir að hafa fengið mér þynnkumat þar. Svo getur maður líka fengið sér Mimosa með matnum.“ „Besta súrdeigsbrauð á Íslandi, tvö „poached“ vistvæn landnámshænuegg, klikkuð gráðostasósa sem bætir upp fyrir öll taktlausu grín gærdagsins og kartöflur með salsa sem sumir myndu drepa fyrir uppskriftina að. Svo er tilvalið að fá sér mimosu með til að fagna eða blóðuga Maríu til að vera töff.“5.-7. sætiHlöllabátur„Ef staðan er mjög, mjög slæm gæti maður viljað dráp en enga líkn og þá fer maður á Hlöllabáta. Fólk er að hníga niður úr banvænni salteitrun þarna fyrir utan hverja einustu helgi á meðan Hlölli malar gull með því að selja vatnsglasið gegn því sem nemur gangvirði nýrna á alþjóðlegum líffæramörkuðum. En þetta er ultimate refsingin.“ „Besti þynnkumaturinn er Hlöllabátur, ekki spurning. Helst að það sé línubátur. Svo er það bara vatn með þessu, enda er vatnið best í þynnkunni. Svo er alltaf hressandi að fá sér Brynjuís í eftirrétt, en hann er eins og Vestfirska fjallaloftið; getur gert kraftaverk.“Áhugaverðasti bitinn.Áhugaverðasta uppástungan: Agúrka á Egilsstöðum - besti matur í sögu veraldar! Fólk er oft þunnt af því það er að skemmta sér með því að eitra fyrir sér. Það gerir fólk einkum og sér í lagji á sumrin, hvað þá úti á landi - viðurkenndir viðburðir til að aðhafast slíkt eru til dæmis háíðit á borð við LungA, Norðanpaunk, Eistnaflug og svo framvegjis. og sko - þar af leiðandi á fólk oft ferð um staði eins og Egilsstaði þeagr það er þunnt/timbrað... hvað sem það er kallað. Þegar fólk er þunnt þá er það semsagt ekki þykkt, það er bara þunn slikja af sjálfu sér - yfirleitt er aðalástæðan skortur á vatni í líkamanum og þar sem gúrka er 97% vatn þá er hún einstaklega hentugur skyndibiti, hún er mjög fljótleg, það þarf ekki að bíða eftir því að einhver útbúi skyndibitann því hún hefur þegar verið týnd þegar hún er í búðinni. Svo er hún svona þægilega einfalt form, græn á litinn og kannanir sýna að grænn litur róar hugann. Auk þess þá er hægt að setja gúrkubita á augun og hafa þá þar í nokkrar mínútur. Þannig að ef maður er þreyttur og getur ekki haldið augunum opnum eða að þau líta út eins og á nýfæddum hvolpi, þá er hægt að setja gúrkubita á augnlokin og bíða svolitla stund, þá koma þúsund öritlir vantsdropar út úr gúrkubitunum, seytla inní húðina í kringum augun og augnlokin og mýkja þau upp og hressa hvern sem er við.Aðrir staðir sem voru nefndir til sögunnar: Pítan, Slippbarinn, Aspasstykki hjá Bakarameistaranum, Vitabar, American Style, Devitos, Burger-inn, vatn úr Ölkeldu á Snæfellsnesi, Prkið, Pizzafjörður Neskaupstað, Íslenski barinn, Ali Baba, Húsavíkurbryggjan, Snaps, Olsen Olsen, Stúdentakjallarinn, KEX, Kebab grill, bjór, Roadhouse, Hamborgarafabrikkan.Álitsgjafarnir:Steinþór Helgi Arnsteinsson, þúsundþjalasmiður. Hörn Heiðarsdóttir, verkfræðinemi. Rakel Sif Haraldsdóttir, mannfræðinemi og gleðigjafi. Benedikt Valsson, Hraðfréttamaður. Ingólfur Axelsson, Everestfari, Ásrún Ísleifsdóttir, nemi. Alda Björk Aðalsteinsdóttir, nemi. Einar Jóhannes Finnbogason, athafnamaður. Jón Evert Pálsson, nemi. Arnar Geir Sæmundsson, bankastarfsmaður. Sólmundur Ingi Einvarðsson. Páll Sólmundur Eydal, tónlistarmaður. Jón Ingi Stefánsson, vefhönnuður. Tómas Meyer, sparkspekingur. Hlédís Sveinsdóttir, verkefnisstjóri. Sunna Þrastardóttir, blakkempa. Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfisverkfræðingur. Páll Kristjánsson, lögfræðingur og stuðningsmaður Hearts. Vilhjálmur Halldórsson, handboltakempa. Andri Birgisson, ferðafrömuður. Hallgerður Hallgrímsson, myndlistarkona. Jón Júlíus Karlsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Ólafur Björn Tómasson, nemi. Anna Katrín Einarsdóttir, nemi. Solveig Óskarsdóttir, nemi. Ingvar Pálmarsson, nemi. Steinunn Eldflaug Harðardóttir, DJ Flugvél og Geimskip. Tómas Árni Jónasson, forritari. Birna Jónsdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur. Hjörtur Stephensen, gítarleikari. Jónas Haraldsson, gjaldkeri. Ólafur Kjaran Árnason, fyrrverandi skáld. Halldór Smárason, tónskáld. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ævar Örn Jóhannsson, fyrirsæta. Þröstur Ernir Viðarsson, ritstjóri Vikudags.
Aldrei fór ég suður Næturlíf Tengdar fréttir Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04 Þetta eru fimm bestu ísbúðir landsins Brynjuís á Akureyri sigraði með yfirburðum en baráttan um annað og þriðja sætið var gríðarlega hörð. 28. nóvember 2014 12:57 Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04
Þetta eru fimm bestu ísbúðir landsins Brynjuís á Akureyri sigraði með yfirburðum en baráttan um annað og þriðja sætið var gríðarlega hörð. 28. nóvember 2014 12:57
Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45