Páll Ágúst Sigurðarson, vörubílstjóri, sem sat fastur í bíl sínum á Kleifaheiði í gær er kominn til byggða. Hann var fastur á heiðinni í um fjórtán tíma Páll var á leiðinni með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði.
Ekki væsti þó um hann þar sem bíllinn er búinn koju og góðri miðstöð. Þegar fréttastofa hafði samband við Pál í morgun var hann kominn á Brjánslæk en það voru félagar í björgunarsveitinni á Barðaströnd sem komu honum til hjálpar eftir miðnætti í nótt.

