Vegagerðin vekur sérstaka athygli á því að á Reykjanesbrautinni er reiknað með mjög hvössum hliðarvindi á milli klukkan 14 og 17 í dag. Á þeim tíma verður veðurhæð 22 til 25 metrar á sekúndu og allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum.
Sjá einnig:Nokkrir bílar útaf á Reykjanesbraut í morgun
Hríðarveður verður meira og minna til kvöld á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði og hviður um 30 til 40 metrar á sekúndu á Kjalarnesi.
Austur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal hvessir mjög skömmu fyrir hádegi og þar verða hviðurnar allt að 40 til 50 metrar á sekúndu síðar í dag sem og í Öræfasveitinni þar sem einnig má gera ráð fyrir sandfoki.
Fylgstu með á veðurvef Vísis hér.
Nánari upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

