Búast má við töluverðum truflunum á akstri áætlanabíla Strætó innan höfuðborgarsvæðisins í dag. Þá má búast við því að flestar ef ekki allar ferðir til og frá Reykjavík muni raskast mikið eða vera felldar niður. Allar leiðir á höfuðborgarsvæðinu eru eknar samkvæmt áætlun.
Á vef Strætó segir að verði truflanir á áætlunarferðum fyrirtækisins verði reynt að halda öryggi frekar en tímaáætlun. Þá er viðskiptavinum þakkað fyrir skilning og þolinmæði.
Fylgjast má með veðrinu og fréttum af veðri á veðurvef Vísis.
Búast við truflunum á ferðum
Samúel Karl Ólason skrifar
