Framsögumaður er Kristján Hólmar Birgisson, hugbúnaðarsérfræðingur hjá RB. Hann segir AngularJS vera javascript framework sem auðveldi forritun á framendalausnum og er um svokallaða „open source project“ að ræða sem viðhaldið er af tæknirisanum Google og vefsamfélaginu. „AngularJS hefur á skömmum tíma náð mikilli útbreiðslu um allan heim og er að verða eitt vinsælasta tólið til að búa til falleg og notendavæn viðmót á vefsíðum.“

Að sögn Kristjáns er fundurinn helst ætlaður því tæknifólki í hugbúnaðargeiranum sem vinnur við framendaforritun og lausnum fyrir vefi.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar í höfuðstöðvum RB í Höfðatorgi, Katrínartúni 2, á 4. hæð, milli klukkan 8.30 og 10.00. Búið er að loka fyrir skráningu þar sem salurinn tekur ekki við fleiri gestum.
Hægt verður að nálgast myndbandsupptöku af fundinum á vefsíðu RB og á Youtube rás RB að fundi loknum.