Þriðji hver krakki í Stykkishólmi liggur í flensu Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2015 10:50 Flensan er að ná hámarki og íbúar Stykkishólms hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Flensa herjar nú á landsmenn og virðist vera að ná hámarki. Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur hans hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Einn þriðji nemenda í Grunnskóla Stykkishólms liggur nú í flensu, sem vissulega setur sitt mark á starf skólans. Heilbrigðisráðherra hefur velt upp þeim möguleika að skylda beri börn til bólusetningar. Er þetta eitthvað sem komið hefur til tals innan vébanda gunnskólans í Stykkishólmi? „Það hefur bara verið rætt en ekki með formlegum hætti hvort sprauta beri nemendur. Við erum náttúrlega með starfandi skólahjúkrunarkonu sem heldur utan um þessi verkefni öll. Við eldri, okkur stendur til boða bólusetning, en þetta hefur líka lagt fullorðna fólkið. En, eins og staðan er núna eru 45 til 50 manns heima.“ Ekki hefur komið til þess að fella hafi þurft niður kennslu. „Neinei, þetta leggst nokkuð jafnt á aldurhópana. Reyndar hefur, eins og í síðustu viku, þyngst á yngstu krökkunum. Af 24 nemendum í 1. bekk, til dæmis, þá voru 8 eða 9 nemendur mættir. En, við fellum ekkert úr. Við kennum á fullu. Að sjálfsögðu,“ segir Gunnar skólastjóri á Stykkishólmi. Miðannarpróf standa núna yfir og ljóst að annað námsmat þarf að liggja til grundvallar og sjúkrapróf blasa við eldri nemendum. Landlæknir hefur látið í ljós áhyggjur hversu mjög fjölgar í hópi þeirra sem ekki eru bólusettir. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Flensa herjar nú á landsmenn og virðist vera að ná hámarki. Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur hans hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Einn þriðji nemenda í Grunnskóla Stykkishólms liggur nú í flensu, sem vissulega setur sitt mark á starf skólans. Heilbrigðisráðherra hefur velt upp þeim möguleika að skylda beri börn til bólusetningar. Er þetta eitthvað sem komið hefur til tals innan vébanda gunnskólans í Stykkishólmi? „Það hefur bara verið rætt en ekki með formlegum hætti hvort sprauta beri nemendur. Við erum náttúrlega með starfandi skólahjúkrunarkonu sem heldur utan um þessi verkefni öll. Við eldri, okkur stendur til boða bólusetning, en þetta hefur líka lagt fullorðna fólkið. En, eins og staðan er núna eru 45 til 50 manns heima.“ Ekki hefur komið til þess að fella hafi þurft niður kennslu. „Neinei, þetta leggst nokkuð jafnt á aldurhópana. Reyndar hefur, eins og í síðustu viku, þyngst á yngstu krökkunum. Af 24 nemendum í 1. bekk, til dæmis, þá voru 8 eða 9 nemendur mættir. En, við fellum ekkert úr. Við kennum á fullu. Að sjálfsögðu,“ segir Gunnar skólastjóri á Stykkishólmi. Miðannarpróf standa núna yfir og ljóst að annað námsmat þarf að liggja til grundvallar og sjúkrapróf blasa við eldri nemendum. Landlæknir hefur látið í ljós áhyggjur hversu mjög fjölgar í hópi þeirra sem ekki eru bólusettir. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála.
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36
Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06