Rauðpandan, sem jafnan er kölluð „litla pandan“, er smávaxin og minnir á mörgu leyti á kött, bæði í útliti og atferli. Hún lifir í suðurhluta Himalajafjalla og í fjallgörðum í Bútan, Nepal og norðurhluta Indlands, en einnig finnast stofnar víðar, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þeim hefur fækkað mikið undanfarin þrjátíu ár og er sögð í útrýmingarhættu.
Þá kemur jafnframt fram á Vísindavefnum að rauðpandan sé auðtamin og að hér á árum áður hafi hún verið vinsælt gæludýr á heimilum heldri borgara.
Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband: