Kæra Apple fyrir að stela starfsfólki Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 11:04 Hugmundabíll Apple sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Rafhlöðuframleiðandinn A123 hefur nú kært Apple fyrir að tæla lykilstarfsfólk frá fyrirtækinu en það starfsfólk hafði skrifað undir samninga um tryggð við A123 og að hefja ekki vinnu hjá samkeppnisaðilum. Kæran snýr einkum að fyrrum starfsmanni A123 sem nú vinnur hjá Apple og hefur það helst starf að tæla aðra fyrrum vinnfélaga sína til Apple. A123 framleiðir rafhlöður fyrir m.a. bílaframleiðendur, en Apple vill greinilega tileinka sér þá tækniþekkingu á sem allra stystum tíma. Þessar ráðningar Apple frá A123 hafa gert það að verkum að fjöldi þróunarverkefna hjá A123 hafa lognast útaf og því vilja þeir hjá A123 ekki una. Apple fyrirtækið hefur gefið það upp að fyrirtækið muni setja á markað rafmagnsbíl og er búist við því að hann komi á markað árið 2020. Heyrst hefur að Apple hafi bæði tvöfaldað laun þeirra starfsmanna sem það hefur tælt til sín, auk eingreiðslu við ráðninguna uppá 250.000 dollara. Tækni Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Rafhlöðuframleiðandinn A123 hefur nú kært Apple fyrir að tæla lykilstarfsfólk frá fyrirtækinu en það starfsfólk hafði skrifað undir samninga um tryggð við A123 og að hefja ekki vinnu hjá samkeppnisaðilum. Kæran snýr einkum að fyrrum starfsmanni A123 sem nú vinnur hjá Apple og hefur það helst starf að tæla aðra fyrrum vinnfélaga sína til Apple. A123 framleiðir rafhlöður fyrir m.a. bílaframleiðendur, en Apple vill greinilega tileinka sér þá tækniþekkingu á sem allra stystum tíma. Þessar ráðningar Apple frá A123 hafa gert það að verkum að fjöldi þróunarverkefna hjá A123 hafa lognast útaf og því vilja þeir hjá A123 ekki una. Apple fyrirtækið hefur gefið það upp að fyrirtækið muni setja á markað rafmagnsbíl og er búist við því að hann komi á markað árið 2020. Heyrst hefur að Apple hafi bæði tvöfaldað laun þeirra starfsmanna sem það hefur tælt til sín, auk eingreiðslu við ráðninguna uppá 250.000 dollara.
Tækni Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent