Fín bílasala í risjóttri tíð Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2015 15:33 Margir lögðu leið sína að skoða nýjan Subaru Outback hjá BL um helgina. Heildarsala á nýjum fólksbílum, sendibílum og bílaleigubílum í janúar og febrúar var rúmum 27 prósentum meiri en á sama tímabili 2014 og þrátt fyrir risjótta tíð í nýliðnum febrúar hélst bílasala umboðanna í samræmi við væntingar. Sala bílaleigubíla virðist haldast nokkuð vel í hendur við aukningu markaðarinns og má leiða að því líkum að bílaleigurnar njóti mjög vaxandi fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Einstaklingar og fyrirtæki önnur en bílaleigur keyptu 506 bíla í febrúar, sem er um 28% aukning milli ára. Fólk virðist ekki hafa látið veðrið slá sig út af laginu enda hefur undanfarið verið mikið um frumsýningar á nýjum og spennandi bílum af ýmsum stærðum og gerðum. Sömu sögu er að segja af fyrirtækjum sem leita nú í auknum mæli en áður að upplýsingum um hagkvæma endurnýjun bílaflota sinna, m.a. með kaupum á rafbílum.Áframhaldandi sterk markaðshlutdeild Eins og taflan hér að neðan sýnir er BL. ehf. með mesta markaðshlutdeild einstakra bílaumboða á landinu það sem af er ári. Nýhafinn marsmánuður hefur farið vel af stað hjá fyrirtækinu enda talsvert um bílakynningar á liðnum vikum, nú síðast á nýjum og breyttum Subaru Outback og Renault Megane í Limited útgáfu, sem frumsýndir voru sl. laugardag, 7. mars. Við sama tækifæri var jafnframt sýndur Subaru Outback sem nú er í fyrsta sinn boðinn með sjálfskiptingu við öfluga dísilvélina.Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla samkv. uppl. frá Samgöngustofu Febrúar 2015Jan-feb 2015Jan-feb 2014BifreiðaumboðEinstakl. og fyrirt.%Bíla- leigubílarMarkaðs-hlutdeildFjöldi%Fjöldi%BL12725,1%5627,7%35624,3%29925,9%Brimborg9017,8%105,0%21014,3%12911,2%Hekla8516,8%2210,9%20914,2%20918,1%Toyota á Íslandi7815,4%3014,9%30320,7%23120,0%Askja5510,9%2713,4%18412,5%13211,4%Bílabúð Benna407,9%63,0%775,2%706,1%Bernhard224,3%00,0%563,8%655,6%Suzuki51,0%4823,8%573,9%151,3%Aðrir innflytj.40,8%31,5%151,0%50,4%Samtals506100%202100%1467100%1155100% Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent
Heildarsala á nýjum fólksbílum, sendibílum og bílaleigubílum í janúar og febrúar var rúmum 27 prósentum meiri en á sama tímabili 2014 og þrátt fyrir risjótta tíð í nýliðnum febrúar hélst bílasala umboðanna í samræmi við væntingar. Sala bílaleigubíla virðist haldast nokkuð vel í hendur við aukningu markaðarinns og má leiða að því líkum að bílaleigurnar njóti mjög vaxandi fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Einstaklingar og fyrirtæki önnur en bílaleigur keyptu 506 bíla í febrúar, sem er um 28% aukning milli ára. Fólk virðist ekki hafa látið veðrið slá sig út af laginu enda hefur undanfarið verið mikið um frumsýningar á nýjum og spennandi bílum af ýmsum stærðum og gerðum. Sömu sögu er að segja af fyrirtækjum sem leita nú í auknum mæli en áður að upplýsingum um hagkvæma endurnýjun bílaflota sinna, m.a. með kaupum á rafbílum.Áframhaldandi sterk markaðshlutdeild Eins og taflan hér að neðan sýnir er BL. ehf. með mesta markaðshlutdeild einstakra bílaumboða á landinu það sem af er ári. Nýhafinn marsmánuður hefur farið vel af stað hjá fyrirtækinu enda talsvert um bílakynningar á liðnum vikum, nú síðast á nýjum og breyttum Subaru Outback og Renault Megane í Limited útgáfu, sem frumsýndir voru sl. laugardag, 7. mars. Við sama tækifæri var jafnframt sýndur Subaru Outback sem nú er í fyrsta sinn boðinn með sjálfskiptingu við öfluga dísilvélina.Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla samkv. uppl. frá Samgöngustofu Febrúar 2015Jan-feb 2015Jan-feb 2014BifreiðaumboðEinstakl. og fyrirt.%Bíla- leigubílarMarkaðs-hlutdeildFjöldi%Fjöldi%BL12725,1%5627,7%35624,3%29925,9%Brimborg9017,8%105,0%21014,3%12911,2%Hekla8516,8%2210,9%20914,2%20918,1%Toyota á Íslandi7815,4%3014,9%30320,7%23120,0%Askja5510,9%2713,4%18412,5%13211,4%Bílabúð Benna407,9%63,0%775,2%706,1%Bernhard224,3%00,0%563,8%655,6%Suzuki51,0%4823,8%573,9%151,3%Aðrir innflytj.40,8%31,5%151,0%50,4%Samtals506100%202100%1467100%1155100%
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent