Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Karl Lúðvíksson skrifar 9. mars 2015 09:56 Fáar ár hafa verið mörgum veiðimönnum jafn leyndar eins og Deildará og Ormarsá á Sléttu enda hafa þeir verið leigðar einkaaðilum og næstum ómögulegt að komast í þær. Deildará er nú komin í útboð en hún og Ormarsá voru á tímabili leigðar út til Ralph Doppler sem veiddi þar mest sjálfur ásamt sínum vinum og viðskiptafélögum. Meðalveiðin í Deildará hefur verið um 175 laxar á ári en Meðalveiðin í Ormarsá var yfirleitt um 200 laxar en síðustu ár hefur hún verið mun hærri eða 319 árið 2010, 562 árið 2011, 372 árið 2012, 437 árið 2013 og 502 í fyrra. Deildará er í útboði fyrir 2016-2019 eða 2021., þ.e.a.s. boðið er að bjóða í 3-5 ára samning. Gott veiðihús fylgir fyrir stangirnar þrjár sem mega veiða í ánni og er aðkoma öll að ánni ágæt. Spennandi verður að sjá hvort og hvaða íslensku aðilar koma til með að bjóða í ánna og eins hvaða tölur verða á borðinu en fastlega má gera ráð fyrir því að 6-8 milljónir verði líkleg tala. Stangveiði Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Fáar ár hafa verið mörgum veiðimönnum jafn leyndar eins og Deildará og Ormarsá á Sléttu enda hafa þeir verið leigðar einkaaðilum og næstum ómögulegt að komast í þær. Deildará er nú komin í útboð en hún og Ormarsá voru á tímabili leigðar út til Ralph Doppler sem veiddi þar mest sjálfur ásamt sínum vinum og viðskiptafélögum. Meðalveiðin í Deildará hefur verið um 175 laxar á ári en Meðalveiðin í Ormarsá var yfirleitt um 200 laxar en síðustu ár hefur hún verið mun hærri eða 319 árið 2010, 562 árið 2011, 372 árið 2012, 437 árið 2013 og 502 í fyrra. Deildará er í útboði fyrir 2016-2019 eða 2021., þ.e.a.s. boðið er að bjóða í 3-5 ára samning. Gott veiðihús fylgir fyrir stangirnar þrjár sem mega veiða í ánni og er aðkoma öll að ánni ágæt. Spennandi verður að sjá hvort og hvaða íslensku aðilar koma til með að bjóða í ánna og eins hvaða tölur verða á borðinu en fastlega má gera ráð fyrir því að 6-8 milljónir verði líkleg tala.
Stangveiði Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði