Er kyrrseta skaðleg? sigga dögg skrifar 10. mars 2015 11:00 Stattu upp og náðu þér í vatn. Vísir/Getty Margir sitja við tölvuskjá allan liðlangan daginn. Að loknum átta klukkustunda vinnudegi er setið í bílnum, farið heim og setið við matarborðið og svo setið í sófanum. Landlæknisembætti bendir á að fullorðið fólk þurfi að lágmarki 30 mínútur af hreyfingu daglega og börn 60 mínútur. Kyrrseta nútíma lífs getur haft skaðleg áhrif fyrir líkamann og því getur verið gott að nýta sér litlu stundirnar til að standa upp, teygja úr sér og ná sér í smá slúður með vatnsglasinu sínu. Það er því ekki nóg að sitja allan daginn og sprikla í hálftíma í ræktinni eftir langvarandi kyrrsetu heldur þarf að flétta hreyfingu reglulega inn í daginn og væri gaman að sjá vinnustaði gera slíkt að markmiði sínu. Við kaffivélina stendur fólk gjarnan og ræðir heimsins mál og ekki er verra að tengjast vinnufélögunum og ná sér í smá konfektmola fyrir hugann, allt fjarri tölvuskjánum og skriborðsstólnum. Þá gæti vinnustaðurinn komið sér upp klukku sem pípir reglulega til að minna fólk á að fá sér smá hressingu og jafnvel frískt loft. Þetta er gömlu vísa en aldrei of oft kveðin. Ef þú ert ekki alveg viss hvort þetta sé svona mikilvægt þá er gott að horfa á þetta TED myndband sem lýsir því hvað kyrrseta gerir við líkamann. Heilsa Tengdar fréttir Hugurinn heftir þig Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga og skrifar hér um mikilvægi hreyfingar 7. mars 2015 10:00 Fáðu þér 10 dropa Kaffi getur verið undursamlega gott fyrir heilsuna 25. febrúar 2015 11:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist
Margir sitja við tölvuskjá allan liðlangan daginn. Að loknum átta klukkustunda vinnudegi er setið í bílnum, farið heim og setið við matarborðið og svo setið í sófanum. Landlæknisembætti bendir á að fullorðið fólk þurfi að lágmarki 30 mínútur af hreyfingu daglega og börn 60 mínútur. Kyrrseta nútíma lífs getur haft skaðleg áhrif fyrir líkamann og því getur verið gott að nýta sér litlu stundirnar til að standa upp, teygja úr sér og ná sér í smá slúður með vatnsglasinu sínu. Það er því ekki nóg að sitja allan daginn og sprikla í hálftíma í ræktinni eftir langvarandi kyrrsetu heldur þarf að flétta hreyfingu reglulega inn í daginn og væri gaman að sjá vinnustaði gera slíkt að markmiði sínu. Við kaffivélina stendur fólk gjarnan og ræðir heimsins mál og ekki er verra að tengjast vinnufélögunum og ná sér í smá konfektmola fyrir hugann, allt fjarri tölvuskjánum og skriborðsstólnum. Þá gæti vinnustaðurinn komið sér upp klukku sem pípir reglulega til að minna fólk á að fá sér smá hressingu og jafnvel frískt loft. Þetta er gömlu vísa en aldrei of oft kveðin. Ef þú ert ekki alveg viss hvort þetta sé svona mikilvægt þá er gott að horfa á þetta TED myndband sem lýsir því hvað kyrrseta gerir við líkamann.
Heilsa Tengdar fréttir Hugurinn heftir þig Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga og skrifar hér um mikilvægi hreyfingar 7. mars 2015 10:00 Fáðu þér 10 dropa Kaffi getur verið undursamlega gott fyrir heilsuna 25. febrúar 2015 11:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist
Hugurinn heftir þig Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga og skrifar hér um mikilvægi hreyfingar 7. mars 2015 10:00