Á Reykjanesbraut og stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu eru hálkublettir, en á Hellisheiði er hálka og skafrenningur. Einnig er hálka á Sandskeiði og í Þrengslum.
Á vef Vegagerðarinnar segir að víða á Suðurlandi séu hálkublettir, en í uppsveitum er hálka og snjóþekja.
Það er snjóþekja eða hálka á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum en þungfært á Bröttubrekku og unnið að hreinsun. Ófært er á Fróðárheiði.
Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir á vegum en hálka og skafrenningur á Öxnadalsheiði. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðausturlandi en snjóþekja á Hólaheiði og Hófaskarði en þar er einnig skafrenningur. Óveður er á Sandvíkurheiði.
Það er hálka eða hálkublettir á vegum á Austurlandi og hálka og skafrenningur á Fjarðarheiði. Greiðfært er frá Reyðarfirði og í Álftafjörð en þar taka við hálkublettir eða snjóþekja með suðausturströndinni.

