Bíó og sjónvarp

Ég meina, hverju á maður að trúa?

Tinni Sveinsson skrifar
„Ef þú fylgist með sjónvarpinu þá heyrir þú annarsvegar að það sé ekkert mál að taka upp evru, við gætum tekið hana upp á morgun. Hálftíma seinna kemur næsti sérfræðingur og segir að þetta sé ekki hægt. Ég meina, hverju á maður að trúa?“

Þetta segir einn fjölmargra viðmælenda í heimildarmyndinni Íslenska krónan, sem verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. 

Plakat myndarinnar.
Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni.

Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. 

Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft.

Áætlaðar eru nokkrar sýningar á myndinni en hægt er að nálgast nánari upplýsingar og kaupa miða á vef Bíó Paradísar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×