MTM Audi RS6 með 750 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2015 10:20 MTM útgáfa af Audi RS6. Hefðbundinn Audi RS6 er 560 hestafla bíll þó svo hann líti út fyrir að vera venjulegur mjólkurbúðarbíll af langbaksgerð. Sannkallaður úlfur í sauðargæru. Það finnst þó breytingafyrirtækinu MTM alls ekki nóg og hefur kreist út úr 4,0 lítra V8 vél hans, sem einnig er með tveimur forþjöppum, heil 750 hestöfl og 697 pund-feta tog. Auk aflaukningarinnar hefur MTM létt bílinn um nærri 100 kíló svo ímynda má sér að hann sé ári sprækur með sitt kunna Audi fjórhjóladrif. MTM hefur sett 21 tommu álfelgur undir bílinn, svo geta má sér til um að hann sé örlítið hastur fyrir vikið, enda fjöðrunin mjög sportleg og hörð. Innrétting bílsins er appelsínugul og mjög áberandi og kannski ekki fyrir alla. Það verður enginn lengi í mjólkurbúðina á þessum bíl, enda er hann með þessu sniði ef til vill hentugri sem brautarbíll en í snattið. Appelsínugul innrétting bílsins er lagleg en langt frá því lágstemmd. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent
Hefðbundinn Audi RS6 er 560 hestafla bíll þó svo hann líti út fyrir að vera venjulegur mjólkurbúðarbíll af langbaksgerð. Sannkallaður úlfur í sauðargæru. Það finnst þó breytingafyrirtækinu MTM alls ekki nóg og hefur kreist út úr 4,0 lítra V8 vél hans, sem einnig er með tveimur forþjöppum, heil 750 hestöfl og 697 pund-feta tog. Auk aflaukningarinnar hefur MTM létt bílinn um nærri 100 kíló svo ímynda má sér að hann sé ári sprækur með sitt kunna Audi fjórhjóladrif. MTM hefur sett 21 tommu álfelgur undir bílinn, svo geta má sér til um að hann sé örlítið hastur fyrir vikið, enda fjöðrunin mjög sportleg og hörð. Innrétting bílsins er appelsínugul og mjög áberandi og kannski ekki fyrir alla. Það verður enginn lengi í mjólkurbúðina á þessum bíl, enda er hann með þessu sniði ef til vill hentugri sem brautarbíll en í snattið. Appelsínugul innrétting bílsins er lagleg en langt frá því lágstemmd.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent