Rétt mataræði hefur jákvæð áhrif Rikka skrifar 5. mars 2015 14:00 Visir/getty Talið er að um 2000 konur á Íslandi þjáist af Endometriosu eða Legslímuflakki eins og það kallast á íslensku og er krónískur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómsgreiningin getur tekið ár og jafnvel áratugi og því líklegt að töluvert fleiri konur þjáist í hljóði af þessum kvilla. Með vitundarvakningu og umræðu um sjúkdómin leita fleiri sér hjálpar en áður fyrr og fá um leið skýringu á þessari vanlíðan. Einkenni sjúkdómsins eru meðal annars mjög slæmir tíðaverkir, miklar blæðingar, meltingatruflanir, síþreyta og ófrjósemi. Engin bein lækning er til eins og staðan er í dag en hægt er að halda verkjum í skefjum með lyfjum, skurðaðgerð og hormónameðferðum. Mataræði og rétt næringarefni hafa einnig haft jákvæð áhrif og er þá þeim konum sem þjást af sjúkdómnum bent á að forðast hveiti, sykur, áfengi, rautt kjöt, koffín, mjólkurvörur, djúpsteiktan mat. Mælt er með því að neyta góðrar fitu eins og Omega-3 fitusýra, trefjaríkrar fæðu eins og grænmetis, korna og bauna auk fisks og ljósara kjöts. Næringarefni sem reynst hafa þessum konum og þeim er bent á að hafa í jafnvægi eru magnesíum, sínk, kalk, járn, A-,B-, C- og E-vítamín. Einnig er hreyfing alltaf til bóta. Mjúk hreyfing eins og göngur, jóga og magadans henti til dæmis gjarnan konum með endómetríósu. Hreyfing losar endorfín hormón, hjálpar til við slökun og örvar blóðflæði. Ef að þig grunar að þú þjáist af þessum sjúkdómi er allar frekari upplýsingar að finna á heimasíðu samtaka um Endometriosu. Heilsa Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið
Talið er að um 2000 konur á Íslandi þjáist af Endometriosu eða Legslímuflakki eins og það kallast á íslensku og er krónískur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómsgreiningin getur tekið ár og jafnvel áratugi og því líklegt að töluvert fleiri konur þjáist í hljóði af þessum kvilla. Með vitundarvakningu og umræðu um sjúkdómin leita fleiri sér hjálpar en áður fyrr og fá um leið skýringu á þessari vanlíðan. Einkenni sjúkdómsins eru meðal annars mjög slæmir tíðaverkir, miklar blæðingar, meltingatruflanir, síþreyta og ófrjósemi. Engin bein lækning er til eins og staðan er í dag en hægt er að halda verkjum í skefjum með lyfjum, skurðaðgerð og hormónameðferðum. Mataræði og rétt næringarefni hafa einnig haft jákvæð áhrif og er þá þeim konum sem þjást af sjúkdómnum bent á að forðast hveiti, sykur, áfengi, rautt kjöt, koffín, mjólkurvörur, djúpsteiktan mat. Mælt er með því að neyta góðrar fitu eins og Omega-3 fitusýra, trefjaríkrar fæðu eins og grænmetis, korna og bauna auk fisks og ljósara kjöts. Næringarefni sem reynst hafa þessum konum og þeim er bent á að hafa í jafnvægi eru magnesíum, sínk, kalk, járn, A-,B-, C- og E-vítamín. Einnig er hreyfing alltaf til bóta. Mjúk hreyfing eins og göngur, jóga og magadans henti til dæmis gjarnan konum með endómetríósu. Hreyfing losar endorfín hormón, hjálpar til við slökun og örvar blóðflæði. Ef að þig grunar að þú þjáist af þessum sjúkdómi er allar frekari upplýsingar að finna á heimasíðu samtaka um Endometriosu.
Heilsa Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið