Tjara sest mikið á þurrkublöðin og bílrúður á þessum árstíma og veldur ökumönnum oft óþægindum.
„Maður setur einfaldlega eina matskeið af einföldu uppþvottalegi á rúðupisskútinn, kannski í annað hvert skipti, sem myndar smá sápuhúð á rúðunni og kemur í veg fyrir að tjaran setjist á þurrkublöðin og rúðuna sjálfa.“
Ólafur segir þetta vera gamalt leigubílstjóratrikk.
„Þetta getur skipt verulegu máli akkúrat núna um þessari mundir, þar sem sólin er núna sem betur fer að skríða hærra en hún á það til að koma í augun á mönnum.