Saga kroppsælunnar: Þynnkubiti sem er allra meina bót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. mars 2015 20:00 Krílið, kroppsælan og viðmælendurnir Á sunnudaginn birti Lífið á Vísi lista málsmetandi manna yfir bestu þynnkubita landsins. Að lokum var það Hamborgarabúlla Tómasar sem bar sigur úr býtum en öðru sæti deildu Dominos, kebabstaðurinn Mandi og sjoppan Krílið á Ísafirði. Þeir sem völdu Krílið nefndu iðulega til sögunnar réttinn kroppsælu. Sögurnar voru nægar til að vekja forvitni Vísis sem fór á stúfana og fræddist um þennan rétt sem virðist vera allra meina bót. „Ég bjó þetta til,“ segir Magnús Þorgilsson, einnig þekktur sem Maggi kroppur. Þau hjónin keyptu sjoppuna Krílið skömmu fyrir aldamótin og settu réttinn á matseðilinn. „Við bjuggum til nokkrar sælur svokallaðar. Vöggusælu, settusælu, beikonsælu og kroppsælu.“Lesandi var svo vænn að senda okkur mynd af kroppsælu sem hann átti til.Sælurnar eru samlokur í sérstöku brauði sem bakað var fyrir Krílið í bakaríinu á Ísafirði. Brauðið er þunnt og sett í grill eftir að innihaldinu hafði verið komið fyrir. Í vinsælustu sæluna, kroppsæluna, er sett þúsund eyja sósa, hakk, pepperóni, ostur og laukur. Laukurinn skiptir bæjarbúum að vísu í hatrammar fylkingar því fólk er ekki sammála um hvort laukurinn eigi að vera á eður ei.Nafnið hefur fylgt lengi Ástæðan fyrir nafninu er einfaldlega sú að Maggi, og margir hans ættingjar, eru kenndir við kropp. „Ég hef aldrei heyrt nákvæmlega hvernig þetta nafn kom til. Einhverntíman var mér sögð saga af því að þegar pabbi var úti að leika sér hafi amma kallað yfir hóp af drengjum að þeir ættu að koma inn að borða,“ segir Magnús. Hann bætir við að kallinu hafi fylgt kveðjan „kropparnir mínir“ og það hafi dugað til að nafnið festist. „Pabbi var kallaður Gilli kroppur, ég er Maggi kroppur og svo eru til Hálfdán kroppur og Nonni kroppur,“ segir hann og hlær. „Kroppsælan varð alveg ægilega vinsæl. Ég man eftir helgi þar sem við seldum yfir fjögurhundruð stykki. Það er ótrúlegt magn í svona litlu bæjarfélagi,“ segir Magnús. „Þegar krakkarnir fóru suður í skóla áttum við til að senda þeim sælur suður. Þá höfðum við þær kaldar og tilbúnar, settum í bakka og þau hituðu þær upp fyrir sunnan. Stundum fóru þrjátíu sælur suður í einni ferð. Krílið hefur verið lokað síðan fyrir jól og aðdáendur kroppsælunnar hafa því ekki getað notið hennar að undanförnu. Það kemur þó til með að breytast því að Auður Ósk Aradóttir er nýr eigandi sjoppunnar og hefur í hyggju að opna staðinn á ný von bráðar. „Ég hef unnið að undirbúningi að undanförnu en ég veit ekki hvenær þetta gerist. En það verður allavega fyrir Aldrei fór ég suður, það get ég sagt þér,“ segir Auður.Birna Jónasdóttir, rokkstjórimynd/aðsendForsjálir versla sælu fyrir djammið „Eftir böll getur verið heljarinnar röð í Krílið. Um helgar er þessu breytt í bílasjoppu og bílar bíða í röðum eftir því að komast að. Sumir hverjir eru ekki á bíl en þurfa engu að síður að bíða í bílaröðinni. Það er oft mjög kómíst að sjá fólk bíða milli bíla, mögulega í beljandi vind og stormi. En kroppsælan er það góð að þetta er þess virði,“ segir Birna Jónasdóttir, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Birna bætir við að einhverjir séu forsjálli en aðrir og fari í Krílið áður en haldið er á djammið. Kaupi kroppsæluna kalda og geymi hana heima hjá sér svo hægt sé að hita hana upp um nóttina eða snemma morguns. Í hennar augum er enginn vafi á því hvort rétturinn eigi að vera með lauk eða án lauks. „Laukur er verkfæri djöfulsins og í raun baneitraður. Fólk notar þetta til að drepa pestir og allskonar viðbjóð. Það er engin þörf á því að innbyrða hann, nóg að skera hann bara niður og skilja eftir einhversstaðar í húsinu sínu,“ segir Birna.Örn Elías Guðmundsson, Mugison.vísir/stefánLengir ferðina til að frá kroppsælu „Ég hef búið á Súðavík síðan 2006, fyrir utan eitt ár, og þarf oftar en ekki að taka leigubíl þangað eftir skemmtun á Ísafirði. Leigubílsferðin kostar haug af peningum en alltaf gerir maður hana aðeins dýrari og lengir ferðina til að fá kroppsælu með sér heim,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, einnig þekktur sem Mugison. „Það væri gaman að sjá hvað maður hefur eytt í lengingu. Gæti verið gaman að taka þetta saman með Meniga væri það hægt. Æj, ég er samt ekki alveg viss um hvort ég vilji það,“ segir Mugison. Hann bætir við að hann hafi ekki enn kebabað á sig en frægt er þegar honum varð brátt í brók á sviði í Þýskalandi eftir að hafa snætt vafasamt kebab. „Ég hef prófað að sleppa lauknum en ég hef hann yfirleitt alltaf á. Ég er nefnilega svo veraldarvanur. Það eru bara plebbarnir sem láta taka laukinn af, þeir eiga eftir að læra á heiminn.“Páll Sólmundur Eydal, bassaleikari.mynd/aðsendSubway myndi leggja upp laupana „Það vildi þannig til að stjúppabbi minn var að koma að vestan og ég bað hann um að grípa eina með sér,“ segir Páll Sólmundur Eydal, fyrrum bassaleikari AmabAdama. Hann bjó um níu ára skeið í Bolungarvík og Ísafirði en býr nú í Reykjavík. Einn sinn fékk hann kroppsælu senda suður með flugi og kom hún innvafin í sígarettukarton. „Þegar ég fer vestur fæ ég mér minnst eina en yfirleitt fleiri,“ segir hann en Páll er einn þeirra sem sleppir lauknum. „Ég borða lauk en sumt passar saman og annað passar ekki saman. Laukurinn á einfaldlega ekkert heima á þessum rétti og hann bragðast mun betur án hans. Þetta er bara svo einfalt.“ „Ég hef stundum spáð í því hvort staðir á borð við Subway, Serrano og Hlölla myndu ekki leggja upp laupana ef þetta myndi rata suður. Í mínum huga er það ekki nokkur spurning.“Birgitta Haukdal, söngkona.vísir/antonAfgreiddi kroppsælur í afleysingum „Það er ótrúlegt að einhver muni eftir því,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal þegar blaðamaður innir hana eftir því hvort hún hafi einhverntíman unnið við að búa til kroppsælur. „Jú, það er rétt. Ég starfaði í Krílinu hluta úr sumri einhverntíman við afgreiðslu. Það fór nú ekki milli mála að sælurnar voru það vinsælasta sem var á boðstólum þarna en ég gerðist aldrei svo fræg að búa eina til. Ég verð að kíkja vestur við tækifæri og endurnýja kynni mín við sælurnar,“ segir Birgitta. Laukur eða ekki laukur, eitt er víst að margir munu bíða eftir því að fá sér kroppsælu þegar Krílið rankar við sér úr dvala. Næturlíf Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Á sunnudaginn birti Lífið á Vísi lista málsmetandi manna yfir bestu þynnkubita landsins. Að lokum var það Hamborgarabúlla Tómasar sem bar sigur úr býtum en öðru sæti deildu Dominos, kebabstaðurinn Mandi og sjoppan Krílið á Ísafirði. Þeir sem völdu Krílið nefndu iðulega til sögunnar réttinn kroppsælu. Sögurnar voru nægar til að vekja forvitni Vísis sem fór á stúfana og fræddist um þennan rétt sem virðist vera allra meina bót. „Ég bjó þetta til,“ segir Magnús Þorgilsson, einnig þekktur sem Maggi kroppur. Þau hjónin keyptu sjoppuna Krílið skömmu fyrir aldamótin og settu réttinn á matseðilinn. „Við bjuggum til nokkrar sælur svokallaðar. Vöggusælu, settusælu, beikonsælu og kroppsælu.“Lesandi var svo vænn að senda okkur mynd af kroppsælu sem hann átti til.Sælurnar eru samlokur í sérstöku brauði sem bakað var fyrir Krílið í bakaríinu á Ísafirði. Brauðið er þunnt og sett í grill eftir að innihaldinu hafði verið komið fyrir. Í vinsælustu sæluna, kroppsæluna, er sett þúsund eyja sósa, hakk, pepperóni, ostur og laukur. Laukurinn skiptir bæjarbúum að vísu í hatrammar fylkingar því fólk er ekki sammála um hvort laukurinn eigi að vera á eður ei.Nafnið hefur fylgt lengi Ástæðan fyrir nafninu er einfaldlega sú að Maggi, og margir hans ættingjar, eru kenndir við kropp. „Ég hef aldrei heyrt nákvæmlega hvernig þetta nafn kom til. Einhverntíman var mér sögð saga af því að þegar pabbi var úti að leika sér hafi amma kallað yfir hóp af drengjum að þeir ættu að koma inn að borða,“ segir Magnús. Hann bætir við að kallinu hafi fylgt kveðjan „kropparnir mínir“ og það hafi dugað til að nafnið festist. „Pabbi var kallaður Gilli kroppur, ég er Maggi kroppur og svo eru til Hálfdán kroppur og Nonni kroppur,“ segir hann og hlær. „Kroppsælan varð alveg ægilega vinsæl. Ég man eftir helgi þar sem við seldum yfir fjögurhundruð stykki. Það er ótrúlegt magn í svona litlu bæjarfélagi,“ segir Magnús. „Þegar krakkarnir fóru suður í skóla áttum við til að senda þeim sælur suður. Þá höfðum við þær kaldar og tilbúnar, settum í bakka og þau hituðu þær upp fyrir sunnan. Stundum fóru þrjátíu sælur suður í einni ferð. Krílið hefur verið lokað síðan fyrir jól og aðdáendur kroppsælunnar hafa því ekki getað notið hennar að undanförnu. Það kemur þó til með að breytast því að Auður Ósk Aradóttir er nýr eigandi sjoppunnar og hefur í hyggju að opna staðinn á ný von bráðar. „Ég hef unnið að undirbúningi að undanförnu en ég veit ekki hvenær þetta gerist. En það verður allavega fyrir Aldrei fór ég suður, það get ég sagt þér,“ segir Auður.Birna Jónasdóttir, rokkstjórimynd/aðsendForsjálir versla sælu fyrir djammið „Eftir böll getur verið heljarinnar röð í Krílið. Um helgar er þessu breytt í bílasjoppu og bílar bíða í röðum eftir því að komast að. Sumir hverjir eru ekki á bíl en þurfa engu að síður að bíða í bílaröðinni. Það er oft mjög kómíst að sjá fólk bíða milli bíla, mögulega í beljandi vind og stormi. En kroppsælan er það góð að þetta er þess virði,“ segir Birna Jónasdóttir, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Birna bætir við að einhverjir séu forsjálli en aðrir og fari í Krílið áður en haldið er á djammið. Kaupi kroppsæluna kalda og geymi hana heima hjá sér svo hægt sé að hita hana upp um nóttina eða snemma morguns. Í hennar augum er enginn vafi á því hvort rétturinn eigi að vera með lauk eða án lauks. „Laukur er verkfæri djöfulsins og í raun baneitraður. Fólk notar þetta til að drepa pestir og allskonar viðbjóð. Það er engin þörf á því að innbyrða hann, nóg að skera hann bara niður og skilja eftir einhversstaðar í húsinu sínu,“ segir Birna.Örn Elías Guðmundsson, Mugison.vísir/stefánLengir ferðina til að frá kroppsælu „Ég hef búið á Súðavík síðan 2006, fyrir utan eitt ár, og þarf oftar en ekki að taka leigubíl þangað eftir skemmtun á Ísafirði. Leigubílsferðin kostar haug af peningum en alltaf gerir maður hana aðeins dýrari og lengir ferðina til að fá kroppsælu með sér heim,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, einnig þekktur sem Mugison. „Það væri gaman að sjá hvað maður hefur eytt í lengingu. Gæti verið gaman að taka þetta saman með Meniga væri það hægt. Æj, ég er samt ekki alveg viss um hvort ég vilji það,“ segir Mugison. Hann bætir við að hann hafi ekki enn kebabað á sig en frægt er þegar honum varð brátt í brók á sviði í Þýskalandi eftir að hafa snætt vafasamt kebab. „Ég hef prófað að sleppa lauknum en ég hef hann yfirleitt alltaf á. Ég er nefnilega svo veraldarvanur. Það eru bara plebbarnir sem láta taka laukinn af, þeir eiga eftir að læra á heiminn.“Páll Sólmundur Eydal, bassaleikari.mynd/aðsendSubway myndi leggja upp laupana „Það vildi þannig til að stjúppabbi minn var að koma að vestan og ég bað hann um að grípa eina með sér,“ segir Páll Sólmundur Eydal, fyrrum bassaleikari AmabAdama. Hann bjó um níu ára skeið í Bolungarvík og Ísafirði en býr nú í Reykjavík. Einn sinn fékk hann kroppsælu senda suður með flugi og kom hún innvafin í sígarettukarton. „Þegar ég fer vestur fæ ég mér minnst eina en yfirleitt fleiri,“ segir hann en Páll er einn þeirra sem sleppir lauknum. „Ég borða lauk en sumt passar saman og annað passar ekki saman. Laukurinn á einfaldlega ekkert heima á þessum rétti og hann bragðast mun betur án hans. Þetta er bara svo einfalt.“ „Ég hef stundum spáð í því hvort staðir á borð við Subway, Serrano og Hlölla myndu ekki leggja upp laupana ef þetta myndi rata suður. Í mínum huga er það ekki nokkur spurning.“Birgitta Haukdal, söngkona.vísir/antonAfgreiddi kroppsælur í afleysingum „Það er ótrúlegt að einhver muni eftir því,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal þegar blaðamaður innir hana eftir því hvort hún hafi einhverntíman unnið við að búa til kroppsælur. „Jú, það er rétt. Ég starfaði í Krílinu hluta úr sumri einhverntíman við afgreiðslu. Það fór nú ekki milli mála að sælurnar voru það vinsælasta sem var á boðstólum þarna en ég gerðist aldrei svo fræg að búa eina til. Ég verð að kíkja vestur við tækifæri og endurnýja kynni mín við sælurnar,“ segir Birgitta. Laukur eða ekki laukur, eitt er víst að margir munu bíða eftir því að fá sér kroppsælu þegar Krílið rankar við sér úr dvala.
Næturlíf Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið