Innlent

Hátt í 50 björgunarmenn að störfum í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Hellisheiðinni í dag.
Frá Hellisheiðinni í dag. Vísir/Vilhelm
Hátt í 50 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag í óveðrinu sem gengur yfir landið.

Rúmlega 30 manns aðstoðuðu ökumenn á Hellisheiði, Sandskeiði og Mosfellsheiði en þeir hafa að mestu lokið störfum, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

„Björgunarsveitin á Patreksfirði var kölluð út til að rýma hús vegna ofanflóðahættu og svo var töluvert af föstum bílum eða vegfarendum í vanda í Mikladal,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.

Jónas Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Patreksfirði, segir í samtali við fréttastofu að rýmingu á reit 4 sé að ljúka. Um 13 hús er að ræða.

„Hluti af íbúunum fer til vina og kunningja og aðrir fara hérna á Fosshótel," segir Jónas.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×